Skip to main content

Samstarfsnefnd háskólastigsins

Samstarfsnefnd háskólastigsins er skipuð rektorum viðurkenndra háskóla á Íslandi. Nefndin er vettvangur samráðs og samstarfs háskólanna um sameiginleg málefni sem varða starfsemi og hagsmuni þeirra. Þar má m.a. nefna gæðamál, gagnkvæma viðurkenningu náms og inntökuskilyrði í háskóla. 

Nefndin veitir umsagnir um mál sem menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra eða einstakir háskólar vísa til hennar. Enn fremur tilnefnir samstarfsnefndin fulltrúa í ýmsar nefndir og ráð.

Í nefndinni sitja

  • Silja Bára R. Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, formaður 
  • Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri 
  • Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum 
  • Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands 
  • Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst 
  • Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands 
  • Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík 

Samstarfsnefnd háskólastigsins hefur starfað frá árinu 1990 og starfar nú skv. 26. gr. laga um háskóla nr. 63/2006.  

Nefndin er aðili að Samtökum norrænna háskóla (NUS) og Samtökum evrópskra háskóla (EUA). 

Tengiliður

Aðsetur

Aðalbygging Háskóla Íslands
A-105
Sæmundargötu 2
102 Reykjavík
Sími: 525 4311
Netfang: fridrika@hi.is