Tvö sérrit Netlu komin út
Út eru komin tvö sérrit Netlu. Fyrra ritið ber heitið "Námsrými félagslegs réttlætis og menntunar án aðgreiningar" og er að mestu helgað umfjöllun um nemendur af erlendum uppruna. Í sérritinu eru sex ritrýndar fræðigreinar og ein ritstýrð um ólík efni innan menntavísinda eftir tólf höfunda.
Meðal viðfangsefna í ritinu eru velgengni nemenda af erlendum uppruna á Norðurlöndum, stefna í málefnum erlendra nemenda og fjölmenningarlegt leikskólastarf.
Ritstjórn skipuðu lektorarnir Atli Vilhelm Harðarson (ritstjóri), Berglind Rós Magnúsdóttir og Brynja Elísabeth Halldórsdóttir, öll við Menntavísindasvið.
Síðara ritið hefur að geyma níu ritrýndar greinar frá Menntakviku 2016 – árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs. Titill ritsins er: "Menntun, mannvit og margbreytileiki" og spannar efnið vítt svið líkt og titillinn ber með sér. Á meðal efnisflokka í ritinu má nefna fjölmenningarfræði, heimspeki, kennslufræði, siðfræði og tómstundafræði.
Ritstjórn skipuðu Hafdís Ingvarsdóttir prófessor emeritus (ritstjóri), Meyvant Þórólfsson dósent og Ragnhildur Bjarnadóttirv fyrrveranda dósent við Menntavísindasvið.
Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir annaðist verkefnisstjórn með báðum útgáfunum fyrir hönd Menntavísindastofnunar.