Skip to main content
7. febrúar 2017

Fjórir opnir fundir um PISA

""

PISA í hnotskurn – Staða íslenskra nemenda í alþjóðlegum samanburði er heiti á fundaröð sem hefur göngu sína þann 9. febrúar og lýkur 2. mars næstkomandi. Haldnir verða alls fjórir fundir á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og Menntamálastofnunar þar sem markmiðið er að kafa dýpra í niðurstöður PISA-rannsóknarinnar 2015. Fundirnir verða haldnir á fimmtudögum kl. 15.00-16.30 í stofu H205 í húsakynnum Menntavísindasviðs við Stakkahlíð. 

Dagskráin er sem hér segir: 

9. febrúar
Greining á stöðu lesskilnings
Sigríður Ólafsdóttir, nýdoktor, Baldur Sigurðsson, dósent, og Steinunn Torfadóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Upptaka frá fundinum

16. febrúar
Greining á stöðu læsis á stærðfræði
Freyja Hreinsdóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Upptaka frá fundinum

23. febrúar
Greining á stöðu læsis á náttúruvísindi
Auður Pálsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Upptaka frá fundinum

BREYTT DAGSETNING: 16. mars
Einkenni skóla og nemenda
Anna Kristín Sigurðardóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Upptaka frá fundinum

Almar M. Halldórsson og Ragnar F. Ólafsson, sérfræðingar frá Menntamálastofnun, munu greina frá niðurstöðum PISA-rannsóknarinnar 2015 á hverjum fundi.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Um PISA

Menntamálastofnun sá um framkvæmd PISA-rannsóknarinnar sem lögð var fyrir alla nemendur í 10. bekk vorið 2015. Samstarf hefur verið milli Menntavísindasviðs og Menntamálastofnunar um greiningu gagnanna og túlkun niðurstaðanna.

PISA-rannsóknin er lögð fyrir í 72 löndum um heim allan. Könnuð er frammistaða nemenda í stærðfræðilæsi, lesskilningi og náttúrulæsi. Könnunin er framkvæmd á þriggja ára fresti og gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda yfir tíma ásamt því að meta stöðu þeirra við lok skyldunáms.

""
Háskóli unga fólksins