28. júní 2016
Aldrei fleiri útskrifast frá Viðskiptafræðideild
Brautskráning Háskóla Íslands fór fram laugardaginn 25. júní síðastliðinn við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll.
Aldrei hafa fleiri útskrifast úr Viðskiptafræðideild í júní eða alls 224 kandídatar, þar af 88 úr meistaranámi, 28 úr MBA-námi og 108 úr grunnnámi.
Sex kandídatar brautskráðust með ágætiseinkunn frá deildinni. Það voru þau Kristófer Kristófersson með BS í fjármálum, Ásdís Sæmundsdóttir með BS í reikningshaldi, Sandra Margrét Sigurjónsdóttir með MS í stjórnun og stefnumótun, Guðrún Eva Gunnarsdóttir með MBA-gráðu og Ingvar Már Gíslason með MBA-gráðu.
Kennarar og starfsfólk Viðskiptafræðideildar og Viðskiptafræðistofnunar óskar öllum kandídötum til hamingju með áfangann.