Skip to main content
28. júní 2016

Aldrei fleiri útskrifast frá Viðskiptafræðideild

Brautskráning Háskóla Íslands fór fram laugardaginn 25. júní síðastliðinn við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll.

Aldrei hafa fleiri útskrifast úr Viðskiptafræðideild í júní eða alls 224 kandídatar, þar af 88 úr meistaranámi, 28 úr MBA-námi og 108 úr grunnnámi.

Sex kandídatar brautskráðust með ágætiseinkunn frá deildinni. Það voru þau Kristófer Kristófersson með BS í fjármálum, Ásdís Sæmundsdóttir með BS í reikningshaldi, Sandra Margrét Sigurjónsdóttir með MS í stjórnun og stefnumótun, Guðrún Eva Gunnarsdóttir með MBA-gráðu og Ingvar Már Gíslason með MBA-gráðu.

Kennarar og starfsfólk Viðskiptafræðideildar og Viðskiptafræðistofnunar óskar öllum kandídötum til hamingju með áfangann.
 

Runólfur Smári Steinþórsson, Ásdís Sæmundsdóttir og Kristófer Kristófersson
Runólfur Smári Steinþórsson deildarforseti og Sandra Margrét Sigurjónsdóttir
Runólfur Smári Steinþórsson, Ásdís Sæmundsdóttir og Kristófer Kristófersson
Runólfur Smári Steinþórsson deildarforseti og Sandra Margrét Sigurjónsdóttir