Skip to main content
18. desember 2015

Átta doktorsvarnir við Menntavísindasvið á árinu

Mikill vöxtur hefur verið í doktorsnámi við Menntavísindasvið undanfarin ár en alls brautskráðust átta doktorsefni frá sviðinu á árinu. Frá stofnun sviðsins árið 2008 hafa ríflega þrjátíu lokið doktorsprófi sem er einkar ánægjulegt og starfar þessi hópur á fjölbreyttum vettvangi víða um heim.

Eftirtalin doktorsefni brautskráðust á árinu:

Anh Dao Katrín Tran doktor í menntunarfræði varði ritgerð sína frá Uppeldis- og menntunarfræðideild þann 26. ágúst.

Heiti ritgerðarinnar er: Óvirkjuð auðlind eða ófullkomnir „útlendingar“: Nemendur af víetnömskum uppruna í íslenskum framhaldsskólum. Leiðbeinandi hennar var dr. Hanna Ragnarsdóttir, prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild og meðleiðbeinandi var dr. Chris Gaine, prófessor við University of Chichester í Englandi. Andmælendur voru dr. Nihad Bunar, prófessor við Stokkhólmsháskóla í Svíþjóð og dr. Vini Lander, prófessor við Edge Hill University í Englandi. 

Ásrún Matthíasdóttir doktor í uppeldis- og menntunarfræði varði ritgerð sína frá Uppeldis- og menntunarfræðideild þann 19. janúar.

Heiti ritgerðarinnar er: Eftir að skjárinn er ræstur. Notkun upplýsinga og samskiptatækni í framhaldsskóla á Íslandi. Leiðbeinandi hennar var dr. Jón Torfi Jónasson, prófessor við Kennaradeild og meðleiðbeinandi var dr. Sólveig Jakobsdóttir, dósent við Uppeldis og menntunarfræðideild. Andmælendur voru dr. Kristiina Kumpulainen, prófessor við Háskólann í Helsinki í Finnlandi og dr. Gráinne Conole, prófessor við Háskólann í Leicester í Englandi. 

Birna María B. Svanbjörnsdóttir doktor í menntunarfræði varði ritgerð sína frá Uppeldis- og menntunarfræðideild þann 26. mars.

Heiti ritgerðarinnar er: Forysta og teymisvinna í nýjum skóla: Þróun lærdómssamfélags. Leiðbeinandi hennar var dr. Marey Allyson Macdonald, prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild og meðleiðbeinandi var dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Andmælendur voru dr. Jorunn Møller, prófessor við Óslóarháskóla í Noregi og dr. Ulf Blossing, dósent við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð.

Hrund Þórarins Ingudóttir doktor í menntavísindum varði ritgerð sína frá Uppeldis- og menntunarfræðideild þann 19. maí.

Heiti ritgerðarinnar er: Uppeldissýn feðra: Fyrirbærafræðileg rannsókn. Leiðbeinandi hennar var dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild. Andmælendur voru dr. Thomas Johansson, prófessor við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð og dr. Þorgerður Einarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild. 

Hrönn Pálmadóttir doktor í menntunarfræði varði ritgerð sína frá Uppeldis- og menntunarfræðideild þann 30. október.

Heiti ritgerðarinnar er: Samfélag í leik: Sjónarhorn ungra leikskólabarna á tengsl, gildi og hlutverk. Leiðbeinandi hennar var dr. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor við Kennaradeild og meðleiðbeinandi var dr. Eva Marianne Johansson, prófessor við Háskólann í Stafangri í Noregi. Andmælendur voru dr. Alison Clark, prófessor við University of London í Englandi og dr. Anette Sandberg, prófessor við Mälardalen University í Svíþjóð. Athöfnin fór fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og henni stjórnaði dr. Ólafur Páll Jónsson deildarforseti Uppeldis- og menntunarfræðideildar.

Ingibjörg V. Kaldalóns doktor í menntunarfræði varði ritgerð sína frá Uppeldis- og menntunarfræðideild þann 27. nóvember.

Heiti ritgerðarinnar er: Stuðningur við sjálfræði nemenda í íslenskum grunnskólum. Leiðbeinandi hennar var dr. Ragnhildur Bjarnadóttir, dósent við Kennaradeild og meðleiðbeinandi var dr. Gretar L. Marinósson, prófessor við Kennaradeild. Andmælendur voru dr. Kristján Kristjánsson, prófessor við University of Birmingham í Englandi og dr. Jón Torfi Jónasson, prófessor við Kennaradeild. 

Kristín Norðdahl doktor í menntunarfræði varði ritgerð sína frá Uppeldis- og menntunarfræðideild þann 13. október.

Heiti ritgerðarinnar er: Útiumhverfið í námi barna. Leiðbeinandi hennar var dr. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor við Kennaradeild og meðleiðbeinandi var dr. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor við Kennaradeild. Andmælendur voru dr. Margaret Kernan, forstöðumaður Tilburg International Child Development Initiatives í Leiden í Hollandi og dr. Tim Waller, prófessor við Anglia Ruskin University í Englandi.

Sigríður Ólafsdóttir doktor í menntunarfræði varði ritgerð sína í Uppeldis- og menntunarfræðideild þann 11. september.

Heiti ritgerðarinnar er: Þróun orðaforða og lesskilnings íslenskra grunnskólanema sem eiga annað móðurmál en íslensku. Leiðbeinandi hennar var dr. Freyja Birgisdóttir, dósent við Kennaradeild og meðleiðbeinendur voru dr. Hrafnhildur Ragnarsdóttir, prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild og dr. Hetty Roessingh, prófessor við University of Calgary í Kanada. Andmælendur voru dr. Anne R. Vermeer, prófessor við Tilburgháskóla í Hollandi og dr. Jóhanna Thelma Einarsdóttir, dósent við Kennaradeild og Læknadeild. 

Menntavísindasvið óskar þeim hjartanlega til hamingju með áfangann.

Myndir frá hátíð brautskráðra doktora 2015

Doktorsefni frá Menntavísindasviði á hátíð brautskráðra doktora sem fram fór í Hátíðasal Háskóla Íslands þann 1. desember síðastliðinn. Frá vinstri: Ingibjörg V. Kaldalóns, Sigríður Ólafsdóttir, Hrönn Pálmadóttir, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs, Birna María B. Svanbjörnsdóttir, Hrund Þórarins Ingudóttir, Anh Dao Katrín Tran, Ásrún Matthíasdóttir og Ólafur Páll Jónsson, deildarforseti Uppeldis- og menntunarfræðideildar. Á myndina vantar Kristín
Doktorsefni frá Menntavísindasviði á hátíð brautskráðra doktora sem fram fór í Hátíðasal Háskóla Íslands þann 1. desember síðastliðinn. Frá vinstri: Ingibjörg V. Kaldalóns, Sigríður Ólafsdóttir, Hrönn Pálmadóttir, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs, Birna María B. Svanbjörnsdóttir, Hrund Þórarins Ingudóttir, Anh Dao Katrín Tran, Ásrún Matthíasdóttir og Ólafur Páll Jónsson, deildarforseti Uppeldis- og menntunarfræðideildar. Á myndina vantar Kristín