Skip to main content

Fundargerð háskólaráðs 5. október 2023

8/2023

HÁSKÓLARÁÐSFUNDUR

Ár 2023, fimmtudaginn 5. október var haldinn fundur í háskólaráði Háskóla Íslands sem hófst kl. 13.00, í Skólabæ, Suðurgötu 26.

Fundinn sátu Jón Atli Benediktsson, Brynhildur Ásgeirsdóttir (á fjarfundi), Guðvarður Már Gunnlaugsson (varamaður fyrir Arnar Þór Másson), Hólmfríður Garðarsdóttir (á fjarfundi), Katrín Atladóttir (á fjarfundi), Katrín Björk Kristjánsdóttir, Ólafur Pétur Pálsson, Silja Bára R. Ómarsdóttir, Vilborg Einarsdóttir og Þorvaldur Ingvarsson. Davíð Þorláksson boðaði forföll og varamaður hans einnig. Fundinn sátu einnig Magnús Diðrik Baldursson, sem ritaði fundargerð, og Þórður Kristinsson (á fjarfundi).

1.    Setning fundar.
Rektor setti fundinn og greindi frá því að engin athugasemd hefði borist við fundargerð síðasta fundar og hefði hún því skoðast samþykkt og verið undirrituð rafrænt. Rektor lagði til að lið 7.c á dagskrá fundarins yrði frestað til næsta fundar og var það samþykkt. Þá spurði rektor hvort einhver gerði athugasemd við svo breytta dagskrá fundarins og var svo ekki. Ekki voru gerðar athugasemdir við liðinn „bókfærð mál“ og skoðast hann því samþykktur. Loks spurði rektor hvort einhver lýsti sig vanhæfan til að taka þátt í meðferð máls á dagskrá og var svo ekki.

2.    Fjármál Háskóla Íslands. Staða, horfur, áætlun.
Inn á fundinn komu Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri miðlægrar stjórnsýslu, og Jenný Bára Jensdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs.

a.    Fjárlagafrumvarp 2024.
Jenný Bára gerði grein fyrir fjárveitingum til háskólastigsins almennt og Háskóla Íslands sérstaklega skv. fjárlagafrumvarpi ársins 2024. Málið var rætt og svaraði Jenný Bára spurningum.

Jenný Bára vék af fundi.

b.    Tillaga að nýju reiknilíkani um fjármögnun háskóla.
Rektor fór yfir tillögu háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að nýju reiknilíkani til að meta fjárþörf íslenskra háskóla. Málið var rætt og svaraði rektor spurningum. Fram kom að tillagan er til umfjöllunar innan Háskóla Íslands og mun skólinn skila einni sameiginlegri umsögn um hana.

c.    Fasteignamál Háskóla Íslands.
Inn á fundinn kom Daði Már Kristófersson, formaður stjórnar Fasteigna Háskóla Íslands ehf. Greindi Daði Már frá högum félagsins og helstu málum fram undan. Málið var rætt.

Guðmundur R. og Daði Már viku af fundi.

3.    Samstarf Háskóla Íslands og Háskólans á Hólum.
Inn á fundinn komu Halldór Jónsson, sviðsstjóri vísinda- og nýsköpunarsviðs, og Sæunn Stefánsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu rektors. Rektor, Halldór og Sæunn greindu frá stöðu mála varðandi samstarf við Háskólann á Hólum og mögulega sameiningu skólans við Háskóla Íslands. Málið var rætt. Fram kom m.a. að í undirbúningi er umsókn um styrk í sjóðinn Samstarf háskóla vegna samstarfs skólanna. Málið var rætt og svöruðu rektor, Sæunn og Halldór spurningum.
– Ákveðið að halda áfram viðræðum við Háskólann á Hólum á þeim forsendum sem kynntar voru á fundinum.

Halldór og Sæunn viku af fundi.

4.    Samstarf háskóla.
Rektor greindi frá stöðu mála varðandi aðra lotu styrkumsókna í sjóðinn Samstarf háskóla. Fram kom að umsóknarfrestur til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins hefur verið framlengdur til 31. október nk. og er skilafrestur lokadraga umsókna innan Háskóla Íslands 24. október nk. Málið var rætt.

5.    Erindi frá doktorsnema. Umsögn kærunefndar í málefnum nemenda.
Inn á fundinn kom Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við Lagadeild og formaður kærunefndar í málefnum nemenda. Fyrir fundinum lá álit kærunefndar nr. 2023/1 og gerði Eyvindur grein fyrir því. Málið var rætt og að því búnu vék Eyvindur af fundi.
– Háskólaráð samþykkir samhljóða þau rök og niðurstöðu sem fram kemur í áliti kærunefndar í málefnum nemenda. Brynhildur Ásgeirsdóttir, fulltrúi stúdenta, sat hjá.

Kaffihlé kl. 14.50-15.00.

6.    Málefni Háskóla Íslands í víðu samhengi, sbr. ábendingu nefndar háskólaráðs um störf ráðsins starfsárið 2022-2023 og síðasta fund.
Rektor greindi frá því að í greinargerð nefndar háskólaráðs um störf ráðsins á starfsárinu 2022-2023 hafi m.a. verið lagt til að í upphafi hvers misseris yrði gefið ráðrúm á fundum háskólaráðs til að efna til almennrar umræðu um málefni Háskóla Íslands í víðu samhengi og væri þetta nú gert í fyrsta sinn. Líflegar umræður spunnust um fjölmörg málefni er varða stöðu og starfsemi háskóla í nútíð og framtíð.

7.    Bókfærð mál.
a.    Funda- og starfsáætlun háskólaráðs fyrir starfsárið 2023-2024.

– Samþykkt.

b.    Frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði: Tillaga að breytingu á 123. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Varðar námsbrautir í Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild.
– Samþykkt.

c.    Frá vísinda- og nýsköpunarsviði: Tillaga að endurskoðuðum verklagsreglum (frá 8. desember 2016) um skyldur styrkþega rannsóknastyrkja og þjónustu við þá, sbr. fund ráðsins 1. júní sl. Varðar að þjónusta verði færð frá fræðasviðum til vísinda- og nýsköpunarsviðs.
– Frestað.

d.    Frá Félagsvísindasviði: Tillaga að breytingu á 53. gr. reglna nr. 500/2011 um doktorsnám við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Varðar Viðskiptafræðideild.
– Samþykkt.

e.    Tillaga að breytingu á 17. og 21. gr. fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009 er varðar hlutfall starfsmanna og nemenda á deildar- og námsbrautarfundum.
– Samþykkt.

f.    Tillaga um Skólabæ.
– Samþykkt.

g.    Fulltrúar Háskóla Íslands í stjórn Mannréttindastofnunar.
– Samþykkt. Fulltrúar Háskóla Íslands í stjórn Mannréttindastofnunar næstu tvö ár verða Brynhildur G. Flóvenz, dósent við Lagadeild, og Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við Lagadeild. Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við Lagadeild, verður varamaður.

h.    Tillaga um stækkun nýs heilbrigðisvísindahúss, sbr. síðasta fund.
– Samþykkt.

i.    Drög að viljayfirlýsingu um samstarf Háskóla Íslands og Hallormsstaðaskóla.
– Samþykkt.

8.    Mál til fróðleiks.
a.    Bréf til fjármála- og efnahagsráðuneytis vegna Tæknigarðs ehf. og Halldórsstaða í Laxárdal, sbr. fund ráðsins 6. október 2022 og síðasta fund.
b.    Umsögn Háskóla Íslands, dags. 15. september sl., um áform háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis um frumvarp til breytinga á lögum um háskóla, nr. 63/2006 er tengjast endurskoðun á viðmiðum um æðri menntun og prófgráður.
c.    Glærur frá upplýsingafundi rektors 21. september 2023.
d.    Áskoranir í háskólastarfi ræddar á fundi norrænna rektora í Háskóla Íslands.
e.    Fréttabréf háskólavina, dags. 27. september 2023.
f.    Niðurstöður Efnahags- og framfarastofnunarinnar um stöðu menntunar innan OECD-ríkja.
g.    Háskóli Íslands efstur íslenskra háskóla á nýjum lista THE.
h.    Stýrir New Chaucer Society.
i.    Kristinn Andersen nýr sviðsstjóri Kennslusviðs.

Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 15.55.