Mikill metnaður er fyrir því innan Háskóla Íslands að skólinn leggi sitt af mörkum til að stuðla að fræðslu, rannsóknum og stuðningi við upplýsta umræðu um fjölmenningu. Haustið 2015 var því stofnaður starfshópur, skipaður fulltrúum allra fræðasviða háskólans, miðlægrar stjórnsýslu og fulltrúum úr hópi stúdenta við HÍ. Starf hans hefur þróast hratt. Starfshópurinn er hugsaður sem vettvangur til að safna saman þekkingu innan HÍ á sviði fjölmenningar með það að markmiði að byggja brýr og miðla áfram þeirri þekkingu sem fyrir er innan háskólans. Hópurinn starfar undir formerkjunum fræði og fjölmenning og horfir til málefna innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda. Fulltrúar í starfshóp Fulltrúar í starfshópnum eru eftirtöld: Fulltrúi rektors: Sæunn Stefánsdóttir Verkefnisstjóri: Jóna Sólveig Elínardóttir, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands Fulltrúi Félagsvísindasviðs: Guðbjörg Ottósdóttir Fulltrúi Heilbrigðisvísindasviðs: Helga Bragadóttir Fulltrúi Hugvísindasviðs: Guðrún Theódórsdóttir Fulltrúi Menntavísindasviðs: Hanna Ragnarsdóttir Fulltrúi Verkfræði- og náttúruvísindasviðs: Þóra Margrét Pálsdóttir Fulltrúi Stúdentaráðs HÍ: Aron Ólafsson Fulltrúi Markaðs- og samskiptasviðs: Björn Gíslason Auk þess á starfshópurinn í góðu samstarfi við deildir skólans, fræðimenn, aðila, stofnanir og félagasamtök innan og utan Háskólans sem leggja málefninu lið. Fræði og fjölmenning 2016 Ráðstefnan Fræði og fjölmenning 2016 byggist á fundaröð sem hóf göngu sína haustið 2015 en nú þegar hafa verið haldnir þrír fundir. Fyrsti fundurinn í röðinni fjallaði um fjölmenningu, stjórnmál og fjölmiðla. Annar fundurinn fjallaði um menntun og fjölmenningu. Þriðji fundurinn fjallaði um stöðu mála í Sýrlandi en hundruð þúsunda Sýrlendinga hafa sótt um hæli í Evrópu frá því átökin hófust. Nálgast má upptökur af öllum fundunum á YouTube-rás átaksins. Ráðstefnan fór fram í Háskóla Íslands laugardaginn 6. febrúar frá kl. 10-14.30. Henni var ætlað að miðla og byggja upp frekari þekkingu á sviði fjölmenningar. Fjallað var m.a. um það hvernig íslenskt fræða- og fagsamfélag getur unnið nánar saman að aukinni þekkingu á málaflokknum og hvernig Háskóli Íslands getur lagt sitt af mörkum til almennrar samfélagsumræðu. Ráðstefnan var opin fræðimönnum, fagfólki, nemendum og áhugafólki um fjölmenningu og var boðið upp á erindi á bæði íslensku og ensku. Erindi ráðstefnunnar snéru m.a. að félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og atvinnuþátttöku, kennslu, uppeldismálum, íþróttum og tómstundum, sögu, trú, menningu og tungumálum, mannvísindum, lögum, hagfræði, viðskiptum og stjórnmálum. Þau voru flutt í fjölmörgum málstofum sem hver og ein hafði afmarkað þema. Erindi fluttu bæði nemendur og kennarar við Háskóla Íslands ásamt fjölmörgum úr hópi aðstandenda ráðstefnunnar og annars staðar úr samfélaginu. Ágripabók ráðstefnunnar Nám og lokaverkefni tengd fjölmenningu Deildir Háskóla Íslands bjóða upp á fjölbreyttar námsleiðir og námskeið sem tengjast fjölmenningarsamfélaginu með einum eða öðrum hætti. Í Skemmunni má leita að lokaverkefnum með efnisorðið fjölmenning. Fræðimennirnir okkar Listi yfir fræðimenn sem hafa fengist við fjölmenningu Anna ÁrnadóttirAðjunktannaa [hjá] hi.is Arnar GíslasonJafnréttisfulltrúi5254095arnarg [hjá] hi.is Brynja Elísabeth HalldórsdóttirDósent5255326brynhall [hjá] hi.is Guðbjörg OttósdóttirDósent5254555gudbjoro [hjá] hi.is Hanna RagnarsdóttirPrófessor5255377hannar [hjá] hi.is Helga BragadóttirPrófessor5254988helgabra [hjá] hi.is Hildur Blöndal SveinsdóttirRannsóknamaður5255381hbs45 [hjá] hi.is Ína Dögg EyþórsdóttirDeildarstjóri5255452ina [hjá] hi.is Jón Ingvar KjaranPrófessorjik [hjá] hi.is Karen Rut GísladóttirPrófessor5255389karenrut [hjá] hi.is Kristín KarlsdóttirFyrrverandi dósent5255520krika [hjá] hi.is Kristín LoftsdóttirPrófessor5254261kristinl [hjá] hi.is Renata Emilsson PeskováLektorrenata [hjá] hi.is Sema Erla SerdarogluAðjunkt5255563sema [hjá] hi.is Susan Rafik HamaLektor5255542srh [hjá] hi.is Unnur Dís SkaptadóttirPrófessor5254516unnurd [hjá] hi.is Ítarefni Upptökur af fyrirlestrum Fræðimennirnir okkar facebooklinkedintwitter