Viðskiptahugmyndir sem snúa að sjálfbærri þróun í byggingariðnaði, prótíndufti úr íslensku skyri og innlendri freyðivínsframleiðslu urðu í þremur efstu sætunum í nýsköpunarhraðli fyrir konur sem Háskóli Íslands stóð að í samstarfi við bandaríska sendiráðið á Íslands og lauk formlega föstudaginn 12. mars. Hraðalinn nefnist Academy for Woman Entrepreneurs (AWE) og er í boði víða um heim á vegum bandarískra stjórnvalda. Tuttugu og fimm konur voru valdar til þátttöku í hraðlinum hér á landi en hann hófst í upphafi árs og stóð yfir í tíu vikur. MYNDIR/Kristinn Ingvarsson
Til þess að fá að nota myndirnar verður að senda póst til Höllu Hallsdóttur, hallah@hi.is. Einnig á að skila öllum myndum til hennar sem teknar eru á vegum Háskólans.