Þrjár viðurkenningar fyrir árangur á rannsóknum tengdum bólusetningum barna á Íslandi voru veittar úr Verðlaunasjóði Óskars Þórðarsonar læknis. Viðurkenningarnar hljóta Samúel Sigurðsson læknir, Sigríður Júlía Quirk lífeindafræðingur og Elías Sæbjörn Eyþórsson læknir. Doktorsrannsóknir þeirra hafa allar tengst Vice-rannsókninni svokölluðu (Vaccination Study in Iceland). Verkefnin hafa þegar skilað afar áhugaverðum niðurstöðum en heildarupphæð verðlaunanna nemur 750 þúsund krónum. MYNDIR/Kristinn Ingvarsson
Til þess að fá að nota myndirnar verður að senda póst til Höllu Hallsdóttur, hallah@hi.is. Einnig á að skila öllum myndum til hennar sem teknar eru á vegum Háskólans.