Tveir styrkir hafa verið veittir til rannsókna á sviði bæklunarlækninga með áherslu á stoðkerfissjúkdóma úr Sjóði Sigríðar Lárusdóttur við Háskóla Íslands. Styrkhafar eru María Sigurðardóttir, sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Landspítala, og Sigrún Sunna Skúladóttir, bráðahjúkrunarfræðingur og doktorsnemi við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. MYNDIR/Nína Björk
Til þess að fá að nota myndirnar verður að senda póst til Höllu Hallsdóttur, hallah@hi.is. Einnig á að skila öllum myndum til hennar sem teknar eru á vegum Háskólans.