Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint sautján heimsmarkmið sem lýsa stærstu viðfangsefnum og helstu áskorunum sem þjóðir heims standa nú frammi fyrir. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa skuldbundið sig til að innleiða markmiðin sautján bæði á innlendum og erlendum vettvangi út gildistíma þeirra árið 2030.
Gríðarlega mikilvægt er að sérfræðiþekking og rannsóknir séu nýttar til að leita lausna á þeim viðamikla vanda sem heimsmarkmiðin lýsa og einfaldi samfélögum að takast á við þær áskoranir sem þeim fylgja. Aðalatriðið er að leita lausna í þágu allra.
Þriðji viðburðurinn var haldinn 21. janúar þegar Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson prófessor við iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunardeild, Berglind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fjölluðu um Heimsmarkmið níu um nýsköpun og uppbyggingu, hvernig hægt er að byggja upp trausta innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun.
Til þess að fá að nota myndirnar verður að senda póst til Höllu Hallsdóttur, hallah@hi.is. Einnig á að skila öllum myndum til hennar sem teknar eru á vegum Háskólans.