Skip to main content
1. febrúar 2016

Vísindadagur geðhjúkrunar 2016

Vísindadagur geðhjúkrunar var haldinn þann  29. janúar síðastliðinn í húsnæði Hjúkrunarfræðideildar í Eirbergi. Ráðstefnan er samstarfsverkefni Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði, Fagráðs í geðhjúkrun og Fagdeildar geðhjúkrunarfræðinga.

Alls voru flutt 13 erindi auk þess sem veggspjöld voru kynnt. Jóhanna Bernharðsdóttir, forstöðumaður fræðasviðs í geðhjúkrun, setti ráðstefnuna. Marianne Klinke, nýdoktor við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, flutti inngangsfyrirlestur þar sem hún fjallaði um rannsóknir á gaumstoli. Erindin snertu hin ýmsu sviðs geðhjúkrunar eins og þunglyndi, varnarteymi, stuðning og meðferðarúrræði á Barna- og unglingageðdeild Landspítala. Alls voru yfir 100 manns sem tóku þátt.

Skoða ágripabók ráðstefnunnar.

Skoða myndir frá ráðstefnunni.

Sóley S. Bender, formaður stýrihóps um Heilsutorg háskólanema, og Jóhanna Bernharðsdóttir, forstöðumaður fræðasviðs í geðhjúkrun, á vísindadegi geðhjúkrunar þann 29. janúar 2016.