Vel heppnuð Menntakvika
Tuttugasta ráðstefna Menntavísindasviðs, Menntakvika: Rannsóknir, nýbreytni og þróun, fór fram þann 7. október síðastliðinn og tókst vel.
Dagskráin var fjölbreytt en hátt í 260 erindi voru kynnt í 62 málstofum. Viðfangsefnin voru af ólíkum toga og má þar nefna fjölmenningu, málþroska og læsi, íþrótta- og heilsufræði, skóla án aðgreiningar, tómstundafræði, tungumálanám og upplýsingatækni.
Menntakvika var afar vel sótt og komu þátttakendur frá öllum deildum og námsbrautum Menntavísindasviðs ásamt fólki af öðrum vettvangi. Má þar nefna önnur fræðasvið Háskóla Íslands, skólafólk af öllum skólastigum auk starfsmanna samstarfsstofnana.
Mikil gróska ríkir í menntavísindum hér á landi um þessar mundir og óhætt er að segja að ráðstefnan hafi verið vettvangur góðrar umræðu, uppspretta nýrra hugmynda og þekkingar.
Undirbúningur og framkvæmd Menntakviku er í höndum Menntavísindastofnunar.