Unnur Birna hlýtur framgang í starf fræðimanns
Unnur Birna Karlsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Austurland, hefur hlotið framgang í starf fræðimanns við Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands að undangengnu ítarlegu faglegu mati á vegum dóm- og framgangsnefnda fræðasviða skólans og forseta þeirra. Staðan er sambærileg við starfsheitið dósent við deildir skólans.
Akademískir starfsmenn geta árlega sótt um framgang í starfi og er hann jafnan veittur einu sinni á ári, þ.e. í lok skólaárs. Mat á umsóknum er í höndum sérstakrar framgangsnefndar en hún leitar álits hjá dóm- og framgangsnefndum hvers fræðasviðs, eða í tilviki Stofnunar rannsóknasetra, forstöðumanns hennar. Í framhaldinu ákveður rektor á grundvelli fyrirliggjandi dómnefndarálita og afgreiðslu framgangsnefndar hverjum veita skuli framgang.
Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands óskar Unni Birnu hjartanlega til hamingju með árangurinn.