Tólf til sumarnáms í Stanford
Tólf nemendur Háskóla Íslands halda til náms við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum í sumar, í Stanford Summer International Honors Program. Sumarnámið við Stanford nær yfir átta vikur og þar taka nemendur námskeið sem þeir fá metin til eininga í námi sínu við Háskóla Íslands.
Þau eru: Andrea Ósk Sigurðardóttir, nemi í hugbúnaðarverkfræði, Arnaldur Þór Guðmundsson, nemi í hagfræði, Ásdís Erla Jóhannsdóttir, nemi í tölvunarfræði , Áshildur Friðriksdóttir, nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði, Ásthildur Emma Ástvaldsdóttir, nemi í viðskiptafræði, Björg Bjarnadóttir, nemi í umhverfis og byggingarverkfræði, Daníel Þór Guðmundsson, nemi í hugbúnaðarverkfræði, Ingvar Þóroddsson, rafmagns- og tölvuverkfræði, Rúna Oddsdóttir, nemi í viðskiptafræði, Sigrún Edda Jónsdóttir, nemi í sálfræði, Stella Stefánsdóttir, nemi í hjúkrunarfræði, og Viktor Ellingsson, nemi í efnafræði.
Þetta er níunda árið sem nemendur Háskóla Íslands fá þetta einstæða tækifæri við þennan víðkunna háskóla.
Stanford-háskóli í Kaliforníu er einn fremsti háskóli heims og býður upp á nám á breiðu sviði. Mikill fengur er að samstarfi Stanford og Háskóla Íslands, en samningur milli skólanna var undirritaður árið 2010. Sumarnámið við Stanford er í senn afar fjölbreytilegt og eftirsóknarvert fyrir nemendur Háskóla Íslands og gerir þeim kleift að kynnast einstöku vísindasamfélagi.