2. júní 2020
Tjaldurinn tjaldar ekki til einnar nætur
Farfuglarnir hafa verið að tínast til landsins undanfarnar vikur og í þeirra hópi er tjaldurinn. Þar hittir hann fyrir aðra tjalda sem dveljast hér allt árið um kring. Þau Verónica Méndez Aragón, nýdoktor við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi, og José Alves, gestavísindamaður við setrið, beina sjónum sínum að þessum tveimur hópur og kanna nú hvort einhver munur er á þeim fuglum sem fara og hinna sem halda hér til yfir veturinn með tilliti til varpárangurs.
Í myndbandinu segja þau frá rannsóknum sínum sem m.a. fara fram í Hvalfirði þar sem tjaldurinn verpir við þjóðveginn.