Þrettán fá framgang í starfi á Heilbrigðisvísindasviði
Fjörutíu og sex akademískir starfsmenn Háskóla Íslands hafa fengið framgang í starfi að undangengnu ítarlegu faglegu mati á vegum dóm- og framgangsnefnda fræðasviða skólans, þar af eru 13 á Heilbrigðisvísindasviði.
Akademískir starfsmenn Háskóla Íslands geta árlega sótt um framgang í starfi og er hann jafnan veittur í lok skólaárs. Mat á umsóknum er í höndum sérstakra framgangsnefnda hvers fræðasviðs sem afgreiða hvert mál til framgangs- og fastráðningarnefndar. Í framhaldinu ákveður rektor á grundvelli fyrirliggjandi dómnefndarálita og afgreiðslu framgangs- og fastráðningarnefndar hverjum veita skuli framgang.
Að þessu sinni fá 2 framgang í starf prófessors á Heilbrigðisvísindasviði og 11 í starf dósents.
Eftirtaldir starfsmenn fá framgang:
Heilbrigðisvísindasvið
Anna Bryndís Blöndal í starf dósents við Lyfjafræðideild | |
Edda Björk Þórðardóttir í starf dósents við Læknadeild | |
Elsa Björk Valsdóttir í starf dósents við Læknadeild | |
Fanney Þórsdóttir í starf prófessors við Sálfræðideild | |
Inga Sif Ólafsdóttir í starf dósents við Læknadeild | |
Jóhanna Bernharðsdóttir í starf dósents við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild | |
Lárus Steinþór Guðmundsson í starf prófessors við Lyfjafræðideild | |
Ólöf Birna Ólafsdóttir í starf dósents við Læknadeild | |
Páll Þór Ingvarsson í starf dósents við Lyfjafræðideild | |
Rannveig Jóna Jónasdóttir í starf dósent við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild | |
Siggeir Fannar Brynjólfsson í starf dósents við Læknadeild | |
Sigurður Guðjónsson í starf dósents við Læknadeild | |
Vaka Vésteinsdóttir í starf dósents við Sálfræðideild |