Skip to main content
20. mars 2015

Styrkir til kennara- og starfsmannaskipta

Nú er opið fyrir umsóknir um Erasmus+ styrki til kennaraskipta og starfsþjálfunar skólaárið 2015-2016. Kennarar við Háskóla Íslands geta sótt um styrki til að sinna gestakennslu hjá samstarfsháskóla eða starfsþjálfunar í einu af 34 þátttökulöndum Erasmus+ í tvo til 60 daga.

Annað starfsfólk háskólans getur sótt starfsþjálfun erlendis, s.s. með þátttöku á fagtengdum námskeiðum eða vinnustofum, starfskynningum (job shadowing) eða skipulögðum heimsóknum til samstarfsháskóla. Háskólar geta einnig boðið fulltrúum fyrirtækja í öðrum þátttökulöndum að sinna gestakennslu í sínum skóla. Ferðin skal farin á tímabilinu júlí 2015 til og með ágúst 2016.

Hægt er að sinna gestakennslu eða fara í starfsþjálfun í öllum þátttökulöndum Erasmus+. Þessi lönd eru Evrópusambandslöndin 28, EFTA löndin Ísland, Lichtenstein og Noregur auk Tyrklands og Makedóníu.

Umsóknarfrestur er til 15. maí.

heimskort