Skip to main content
30. maí 2022

Stærsta menntaráðstefna á Norðurlöndum haldin á Íslandi

Stærsta menntaráðstefna á Norðurlöndum haldin á Íslandi - á vefsíðu Háskóla Íslands

Dagana 1. – 3. júní sækja tæplega 900 manns menntaráðstefnuna NERA 2022 á Íslandi. 

Menntavísindasvið Háskóla Íslands heldur ráðstefnuna í samstarfi við samtökin Nordic Educational Research Association en yfirskrift ráðstefnunnar í ár er: Menntun og þátttaka á óvissutímum
Á ráðstefnunni verður fjallað um rannsóknir um uppeldi og kennslumál en yfir 700 fræðafólk í menntavísindum halda erindi um stöðu menntunar á óvissutímum og í kjölfar heimsfaraldurs. Flestir ráðstefnugestir koma frá háskólum á Norðurlöndum en einnig hvaðan æva úr heimunum, sem dæmi eru þátttakendur frá England, Hollandi, Japan og Kína. Þrír aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar eru: 

  • Unn-Doris K. Bæck, prófessor við Arctic University í Tromsø í Noregi. Hún flytur erindið Education, togetherness and robust community in precarious times.
  • Dennis Francis, prófessor við University of  Stellenbosch í Suður-Afríku flytur erindið Precarious bodies, space & education.
  • Guy Standing, prófessor við University of London flytur erindið Recovering the Soul of Education.

NERA eru samtök rannsakenda á sviði menntamála á Norðurlöndum. Samtökin var stofnuð árið 1972 og fagna samtökin 50 ára afmæli í ár. Ár hvert stendur NERA fyrir ráðstefnu á Norðurlöndum og í ár var komið að því að halda ráðstefnuna á Íslandi. Ráðstefnan fer fram í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Stakkahlíð og í Tækniskólanum.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast hér: https://nera.hi.is/

Dagana 1. – 3. júní sækja tæplega 900 manns menntaráðstefnuna NERA 2022 á Íslandi.