Skip to main content
7. febrúar 2018

Skráning hafin á alþjóðlega ráðstefnu um tungumálanám barna

Opnað hefur verið fyrir skráningu á alþjóðlega ráðstefnu um fjöltyngi, tungumálanám og -kennslu ungra barna sem verður haldin dagana 13.-15. júní 2018 í Veröld – húsi Vigdísar. Þetta er í þriðja sinn sem ráðstefnan fer fram en Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum standa að henni að þessu sinni.

Markmið ráðstefnunnar er að kynna og miðla því sem efst er á baugi í kennslu og rannsóknum á sviði fjölmenningar og tungumálanáms barna á leik- og grunnskólastigi í Evrópu og víðar.

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar eru Roma Chumak-Horbatsch, dósent við Ryerson University í Kanada, Victoria Murphy, prófessor við Oxford-háskóla í Bretlandi, Francis M. Hult, dósent við Háskólann í Lundi í Svíþjóð, og Gunhild Tomter Alstad, dósent við Inland Norway University of Applied Sciences í Noregi.

Ráðstefnan fer fram á ensku.

Skráning á ráðstefnuna HÉR

Þátttakendur velja á milli þess að greiða aðeins ráðstefnugjald 36.500 kr. (40.000 kr. eftir 31. mars) eða bæði ráðstefnugjald og kvöldverð 44.200 kr. 

Frekari upplýsingar veitir Katrín Johnson (katrínj@hi.is), verkefnisstjóri hjá Menntavísindastofnun.

Vefur ráðstefnunnar

Veröld - hús Vigdísar