Skip to main content
14. júní 2019

Sigurður Vopni nýr forseti sviðsráðs stúdenta

„Embættið leggst bara mjög vel í mig og ég er spenntur fyrir komandi starfsári. Það er mikil tilhlökkun hjá mér og öllum meðlimum sviðsráðsins til að takast á við þau verkefni sem bíða okkar,“ segir Sigurður Vopni Vatnsdal, nemi í grunnskólakennslu með áherslu á samfélagsgreinar og nýkjörinn forseti sviðsráðs stúdenta á Menntavísindasviði.

Á öllum fimm fræðasviðum Háskólans eru starfrækt sviðsráð sem sinna hagsmunamálum nemenda. Sérhvert sviðsráð kýs forseta og ritara ár hvert en kosning á Menntavísindasviði fór fram á síðasta skiptafundi ráðsins. 

Eftirfarandi fulltrúar skipa nýtt sviðsráð Menntavísindasviðs: 
•    Sigurður Vopni Vatnsdal, nemi í grunnskólakennslu, forseti
•    Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir, nemi í tómstunda- og félagsmálafræði, ritari
•    Björnfríður Björnsdóttir, nemi í þroskaþjálfafræði
•    Hrannar Rafn Jónasson, nemi í grunnskólakennslu
•    Kolbrún Lára Kjartansdóttir, nemi í leikskólakennarafræði, varaforseti

Helstu verkefni sviðsráðs snúast fyrst og fremst um hagsmunamál stúdenta og vinna að því að bæta aðstöðu á sínu sviði. „Ég tel að það verði mörg tækifæri á komandi ári til að koma góðum hlutum í verk og stefnum við á að vinna hart að þeim stefnumálum sem við settum fram. Við ætlum að halda áfram að einblína á góða samvinnu innan sviðsráðsinns og auka sýnileika á þeirri vinnu sem á sér þar stað,“ segir Sigurður og bætir við að nemendur geti sent ábendingar um það sem betur má fara á netfangið svv9@hi.is.
Þess má geta að forsetar allra sviðsráða Háskólans mynda stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands. 

Sviðsráð Menntavísindasviðs á Facebook
 

„Embættið leggst bara mjög vel í mig og ég er spenntur fyrir komandi starfsári. Það er mikil tilhlökkun hjá mér og öllum meðlimum sviðsráðsins til að takast á við þau verkefni sem okkur bíða,“ segir Sigurður Vopni Vatnsdal, nemi í grunnskólakennslu með áherslu á samfélagsgreinar og nýkjörinn forseti sviðsráðs stúdenta á Menntavísindasviði.