Skip to main content
24. janúar 2019

Samstarfsskóli vikunnar – Peking University

Peking-háskóli

Peking-háskóli sem áður hét Imperial University of Peking er elsti háskólinn í Kína, stofnaður árið 1898. Í gegnum tíðina hefur skólinn gegnt mikilvægu hlutverki í nútímavæðingu Kína og verið miðstöð framsækinna hreyfinga og hugmyndafræða. Meðal fyrrum nemenda skólans eru Mao Zedong, skáldin Lu Xun og Mao Dun og Li Keqiang núverandi forsætisráðherra.

Peking-háskóli er alhliða rannsóknaháskóli og er í 31. sæti á Times Higher Education listanum yfir bestu háskóla í heimi. Skólanum er skipt upp í átta deildir og stunda um 40.0000 nemendur nám við skólann, þar af um 2000 erlendir nemendur.

Skólinn er á fallegum stað í norðurhluta Pekingborgar, sunnan við Sumarhöllina eldri. Á skólalóðinni eru nútímalegar byggingar, bókasafn og rannsóknaraðstaða á heimsmælikvarða en þar má einnig finna hof og listigarða frá keisaratímum. 

Háskóli Íslands er með skiptinámssamning í flestum námsgreinum við Peking-háskóla og námskeiðaúrval á ensku er fjölbreytt, m.a. í eðlisfræði, tungumálum og viðskiptafræði.

Ljósmynd: 維基小霸王

Peking-háskóli