Ríflega 280 rannsóknir kynntar á Menntakviku
Menntakvika, árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands verður haldin á netinu föstudaginn 15. október. Spennandi dagskrá bíður þátttakenda á föstudeginum en þá verða flutt um 280 erindi í 76 málstofum.
Menntakvika hefur skapað sér sess sem einn mikilvægasti farvegur Háskólans fyrir miðlun á þekkingu og rannsóknum sem snúa að skóla- og frístundastarfi. Viðfangsefni ráðstefnunnar í ár eru afar fjölbreytt og má þar nefna börn á tímum kynlífsvæðingar, líðan framhaldsskólanema í faraldrinum, heilsuhegðun og fæðuval, hreyfing grunnskólabarna, karla í kennslu, samfélagsmiðlanotkun unglinga, skömm og kvíði ungra kvenna og margt fleira.
Námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir og verður lykilfyrirlestur Menntakviku helgaður faginu. Mark Leather, dósent við St Mark & St John háskólann í Plymouth í Bretlandi, flytur erindi um útinám og aðferðir heildrænar menntunar.
Síðustu ár hafa hátt í tvö þúsund þátttakendur tekið þátt í ráðstefnunni og er hún sú viðamesta á sviði menntavísinda hér á landi. Ráðstefnan er rafræn og öllum að kosnaðarlausu.
Dagskrána má nálgast í heild sinni á menntakvika.hi.is