Skip to main content
3. júní 2024

Ráðstefna um fullorðinsfræðslu haldin á Menntavísindasviði

Ráðstefna um fullorðinsfræðslu haldin á Menntavísindasviði - á vefsíðu Háskóla Íslands

NAEL 2024 – Norræn ráðstefna um menntun, nám fullorðinna (Nordic Conference in Adult Education and Learning) fór fram dagana 22.-24. maí í húsakynnum Menntavísindasviðs í Stakkahlíð. 
NAEL er óformlegt norrænt samstarfsnet um ráðstefnu sem er haldin haldinn á tveggja ára fresti. Á ráðstefnunni hittust rannsakendur, stefnumótendur og fólk sem starfar á vettvangi  fullorðinsfræðslu og miðluðu rannsóknum sínum og áttu gjöfular umræður um þróun og stöðu fullorðinsfræðslu. Að þessi sinni tengdust þemu aðalerinda stefnumótun í fullorðinsfræðslu, þar sem Jón Torfi Jónasson, prófessor emeritus við Menntavísindasvið gaf yfirlit yfir stöðu, merkingu og hlutverk ævimenntunar í nútíma samfélagi, Ellen Boeren, prófessor við University of Glasgow lýsti evrópskri stefnumótun um nám fullorðinna og Elisabeth Rees-Johnstone, framkvæmdastjóri hjá stofnunar um fullorðinsfræðslu í Ontario tengdi framkvæmd í Torontó Canada við alþjóðlega stefnumótun um ævimenntun. Þar fyrir utan kynntu um fjörtíu þátttakendur rannsóknir sínar á sviðinu en þátttakendur voru um sextíu manns.

Á meðal íslenskra rannsókna sem kynntar voru á ráðstefnunni tengdist meiri hlutinn þróun mála í tengslum við íslenskunám innflytjenda, aðstöðu þeirra og þátttöku í námi. Annars mátti finna erindi um svo til öll rannsóknarsvið sem tengjast námi fullorðinna almennt. Stór og fjölbreyttur hópur sótti ráðstefnuna til Íslands. Þátttakendur komu frá norðurlöndunum fimm Englandi, Skotlandi og Kanada. Hróbjartur Árnason, lektor í kennslufræði fullorðinna og kennsluþróunarstjóri Menntavísindasviðs skipulagði og stýrði ráðstefnunni ásamt dyggum stuðningi Menntavísindastofnunar.'

Jón Torfi Jónasson, prófessor emeritus við Menntavísindasvið gaf yfirlit yfir stöðu, merkingu og hlutverk ævimenntunar í nútíma samfélagi á NAEL 2024 – Norrænni ráðstefnu um menntun, nám fullorðinna.