Skip to main content
22. maí 2018

Nýtt sviðsráð nemenda tekur til starfa

„Embættið leggst vel í mig og ég er spennt fyrir komandi starfsári. Mér finnst frábært að stunda námið mitt í Stakkahlíð,“ segir Kolbrún Lára Kjartansdóttir, nemi í leikskólakennarafræði og nýkjörinn forseti sviðsráðs stúdenta á Menntavísindasviði.

Á öllum fimm fræðasviðum Háskólans eru starfrækt sviðsráð sem sinna hagsmunamálum nemenda. Sérhvert sviðsráð kýs forseta og ritara ár hvert en kosning­ á Menntavísindasviði fór fram á síðasta skipta­fundi ráðsins. 

Eft­ir­far­andi full­trú­ar skipa nýtt sviðsráð Menntavísindasviðs: 

  • Axel Örn Sæmundsson, nemi í íþrótta- og heilsufræði 
  • Ágúst Arnar Þráinsson, nemi í tómstunda- og félagsmálafræði, ritari
  • Jónína Sigurðardóttir, nemi í uppeldis- og menntunarfræði 
  • Thelma Rut Jóhannsdóttir, nemi í íþrótta- og heilsufræði. 

Helstu verkefni sviðsráðs snúast fyrst og fremst um hagsmunamál stúdenta og vinna að því að bæta aðstöðu á sínu sviði. „Okkar helstu baráttumál í ár snúa að húsnæðismálum og að bæta aðgengi hreyfihamlaðra nemenda. Við erum einnig talsmenn þess að upptökupróf verði tekin upp í öllum greinum,“ segir Kolbrún og bætir við að nemendur geti sent ábendingar um það sem betur má fara á netfangið klk25@hi.is.

Þess má geta að forsetar allra sviðsráða Háskólans mynda stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands. 

Sviðsráð Menntavísindasviðs á Facebook

„Okkar helstu baráttumál í ár snúa að húsnæðismálum og að bæta aðgengi hreyfihamlaðra nemenda. Við erum einnig talsmenn þess að upptökupróf verði tekin upp í öllum greinum,“ segir Kolbrún Lára Kjartansdóttir, nýr formaður sviðsráðs Menntavísindasviðs