Nýtt rit um málefni frítímans
Út er komið ritið Frístundir og fagmennska sem gefið er út af Félagi fagfólks í frítimaþjónustu, Félagi íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi og Rannsóknarstofu í tómstundafræðum.
Í ritinu er fjallað um frístundastarf í fræðilegu ljósi, gildi þess í lýðræðissamfélagi og skipulagt frístunda- og félagsstarf á vegum sveitarfélaga í landinu.
Meðal höfunda eru nokkrir fræðimenn við námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Þeir eru: Árni Guðmundsson aðjunkt, Eygló Rúnarsdóttir aðjunkt, Jakob Frímann Þorsteinsson aðjunkt, Vanda Sigurgeirsdóttir lektor, Steingerður Kristjánsdóttir aðjunkt og Kolbrún Pálsdóttur dósent.
Í inngangi ritsins segir m.a. „Á síðustu áratugum hefur frístundastarf fengið aukið vægi í daglegu lífi Íslendinga á öllum aldri. Með tilkomu háskólanáms í tómstunda- og félagsmálafræðum, auknum kröfum um innihald og gæði í félags- og tómstundastarfi og aukinni meðvitund um mikilvægi frítímans hefur eftirspurn jafnframt aukist eftir útgefnu efni um frítíma og frístundir í íslensku samhengi.“
Útgáfan var styrkt af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Æskulýðssjóði og ritstjórn skipa Alfa Aradóttir, Eygló Rúnarsdóttir og Hulda Valdís Valdimarsdóttir.