30. júní 2023
Ný rannsóknarstofa í fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræðum
Rannsóknarstofa Landspítala og Háskóla Íslands í fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræðum (RKB) hefur verið stofnuð á kvenna- og barnasviði. Vefsíða stofunnar var opnuð á vef Landspítala þann 29. júní 2023.
Rannsóknarsjóður er tengdur stofunni en stofnfé hans var vegleg gjöf Minningargjafasjóðs Landspítala Íslands á 70 ára afmæli kvennadeildar.
Vakin er athygli á að á síðunni eru auglýstir styrkir úr sjóðnum til vísindastarfa, með umsóknarfrest til 10. september.
Rannsóknarstofa Landspítala og Háskóla Íslands í fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræðum