Skip to main content
14. nóvember 2016

Ný bók um tengsl skólastiga í námi ungra barna

Út er komin bókin Pedagogies of Educational Transitions en fimm kennarar og doktorsnemi við Menntavísindasvið eiga kafla í bókinni. Þetta eru þær Bryndís Garðarsdóttir lektor, Guðbjörg Pálsdóttir dósent, Jóhanna Einarsdóttir prófessor, Kristín Karlsdóttir lektor og Sara Margrét Ólafsdóttir doktorsnemi. Meginumfjöllunarefni bókarinnar eru tengsl skólastiganna og breytingaferli í námi ungra barna.

Bókin er afurð samstarfsverkefnis háskóla í fimm löndum, POET-verkefnisins svokallaða (Pedagogies of Educational Transitions). Þátttökuháskólar auk Háskóla Íslands eru Háskólinn í Waikato á Nýja-Sjálandi, Charles Sturt háskólinn í Ástralíu, Háskólinn Strathclyde Glasgow í Skotlandi og Háskólinn í Mälardalen Västerås í Svíþjóð.

Springer forlagið gefur bókina út.

Sara Margrét Ólafsdóttir doktorsnemi, Jóhanna Einarsdóttir prófessor, Bryndís Garðarsdóttir lektor, og Kristín Karlsdóttir lektor.