Ný bók eftir Ragnhildi Bjarnadóttur
Út er komin bókin Leiðsögn: Lykill að starfsmenntun og skólaþróun eftir Ragnhildi Bjarnadóttur, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í bókinni er varpað ljósi á ýmsar hliðar starfstengdrar leiðsagnar, fræðilegar og hagnýtar, og er sjónum einkum beint að hlutverki kennara sem annast leiðsögn kennaranema í vettvangsnámi og nýrra kennara. Leiðsögninni er ætlað að efla starfshæfni og fagmennsku einstaklinga, hópa og stofnana sem að henni koma. Þess er vænst að bókin nýtist bæði háskólakennurum og kennurum á öðrum skólastigum og einnig sem námsefni fyrir kennara í meistaranámi sem kjósa að sérhæfa sig á þessu sviði.
Háskólaútgáfan gefur bókina út og fæst hún í Bóksölu Menntavísindasviðs í Stakkahlíð, Bóksölu stúdenta og helstu bókabúðum.
Nánari upplýsingar um bókina er að finna á vefsíðu Háskólaútgáfunnar.