28. september 2018
Nám, kennsla og vellíðan nemenda til umfjöllunar
Efling orðaforða með Legókubbum, innleiðing á spjaldtölvum í kennslu, núvitund í leikskóla, reynsla nemenda af sérkennslu í lestri, samskipti ungra mæðra af lágstétt við skólastofnanir og viðhorf nemenda á unglingastigi til yndislesturs. Þetta er aðeins brot af þeim verkefnum sem verða kynnt á málþingi meistaranema á Menntavísindasviði þriðjudaginn 2. október nk.
Á málþinginu munu 35 meistaranemar sem útskrifast í október flytja stuttar kynningar á lokaverkefnum sínum. Dagskrá hefst kl. 12.30 með ávarpi forseta Menntavísindasviðs og eftir kaffiveitingar taka við kynningar í málstofum.
Ókeypis er á málþingið og er það öllum opið.
Dagskrá og nánari upplýsingar um einstaka málstofur má finna á vef Háskóla Íslands.