11. október 2017
Lára nýr mannauðsstjóri Menntavísindasviðs
„Starfið leggst vel í mig og ég hlakka til að takast á við ný og krefjandi verkefni á þessum frábæra vinnustað með öllu því góða fólki sem þar starfar,“ segir Lára Rún Sigurvinsdóttir, nýr mannauðsstjóri Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Lára Rún lauk BA-gráðu í félagsfræði árið 2005 frá Háskóla Íslands. Árið 2016 lauk hún meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá sama skóla. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Menntavísindastofnun síðan 2014.
Lára hóf störf þann 1. október síðastliðinn og hefur hún aðsetur á Múlagangi í Stakkahlíð.
Við bjóðum Láru velkomna til starfa og þökkum Hönnu Þóru Hauksdóttur, fráfarandi mannauðsstjóra, góð störf í þágu sviðsins.