Skip to main content
18. maí 2020

Könnun á atvinnuhorfum og líðan háskólanema

""

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) ásamt aðildarfélögum þess, þar á meðal Stúdentaráði Háskóla Íslands, hafa tekið höndum saman við að kortleggja atvinnuástand og aðstæður háskólanema vegna COVID-19-faraldursins.

Send hefur verið út viðhorfskönnun á alla háskólanema þar sem markmiðið er að fá gleggri mynd af stöðunni og þróun hennar í sumar. Lögð verður áhersla á skjóta framkvæmd og úrvinnslu gagna svo nýta megi niðurstöðurnar til að þróa úrræði og finna leiðir til úrbóta í þágu stúdenta. Könnunin er stutt en tekur meðal annars til atvinnuþátttöku, sumarnáms og líðanar nemenda.

  • Könnunin er nafnlaus og ekki er hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda.
  • Þátttakendur veita samþykki sitt fyrir því að ráðuneytið og LÍS geti birt heildarniðurstöður um stöðu stúdenta.
  • Þess er óskað að þátttakendur svari aðeins einu sinni.

Könnunin er samin af Stúdentaráði Háskóla Íslands og yfirfarin af Landssamtökum íslenskra stúdenta og mennta- og menningarmálaráðuneyti. 

Í ljósi samfélagsaðstæðna hafa verið kynntar ýmsar aðgerðir til þess að mæta fjölbreyttum aðstæðum námsmanna, m.a. með sumarnámi og sumarstörfum við Háskóla Íslands en náms- og starfaframboð verður kynnt á næstu dögum. 

Þú getur svarað könnun menntamálaráðuneytisins og LÍS hér
 

Tengigangur milli Odda og Gimli