Kófið, menntakerfið og heimilin í nýju sérriti Netlu

Út er komið nýtt sérrit Netlu sem helgað er menntakerfinu og heimilum á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Í sérritinu eru ellefu ritrýndar fræðigreinar og tvær ritstýrðar eftir fjölmarga höfunda úr fræðasamfélaginu. Tvær greinanna eru á ensku og hinar á íslensku.
Greinarnar nefnast:
- Skólasókn og samstarf við foreldra leikskólabarna með fjölbreyttan bakgrunn á tímum COVID-19
- Sýn barna á kórónuveiruna og áhrif hennar á þátttöku þeirra í daglegu starfi í leikskóla
- Kófið og leikskólinn: „Þetta var mögnuð „tilraun“ til að sjá gæðastarf verða til við skrítnar aðstæður“
- „Covid bjargaði mér“: Störf kennara í fyrstu bylgju heimsfaraldurs
- Tengslin við heimilin trosnuðu merkilega lítið í fyrstu bylgju COVID-19: Frá sjónarhorni stjórnenda og grunnskólakennara
- Reynsla og upplifun þroskaþjálfa í grunnskóla af áhrifum Covid-19 faraldursins á þjónustu við nemendur
- Frásagnir barna á tímum COVID-19
- Reynsla stjórnenda félagsmiðstöðva og frístundaheimila á tímum samkomubanns vorið 2020 vegna COVID-19
- Fjarkennsla í faraldri: Nám og kennsla í framhaldsskólum á tímum samkomubanns vegna COVID-19
- Fjarkennsla og stafræn tækni í framhaldsskólum á tímum farsóttar vorið 2020: Sjónarhóll kennara og stjórnenda
- Surfing a Steep Learning Curve: Academics’ experience of changing teaching and assessment due to COVID-19
- Skipulagið er komið út í bílskúr: Fjölskyldulíf, heimanám og COVID-19
- “This is the first time as a foreigner that I have had such a strong connection to the state”: Parents’ voices on Icelandic school staying open in the time of COVID-19
Ritstjórar sérritsins voru Jóhanna Thelma Einarsdóttir dósent, Jón Ingvar Kjaran prófessor og Meyvant Þórólfsson dósent. Katrín Johnson annaðist verkefnisstjórn útgáfunnar fyrir hönd Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands.
Um Netlu — Veftímarit um uppeldi og menntun
Í Netlu eru birtar fræðilegar greinar á íslensku og ensku en einnig frásagnir af þróunarstarfi, umræðugreinar, hugleiðingar, pistlar, viðtöl, ritfregnir og ritdómar um uppeldis- og menntamál. Mest efni í tímaritinu er á íslensku en ritrýndum greinum fylgja útdrættir á ensku og hvatt er til birtingar greina á ensku og alþjóðlegum grunni. Öllum er heimilt að senda efni í ritið og allt efni tengt uppeldi og menntun er tekið til athugunar hjá ritstjórn, hvort sem byggt er á rannsóknum og fræðastarfi eða innsýn og reynslu. Auk þess eru gefin út árlega sérrit Netlu og ráðstefnurit sem lúta að jafnaði sérstakri ritstjórn í samráði og samvinnu við ritstjórn tímaritsins.
Nýtt sérrit Netlu er komið út. MYND/Kristinn Ingvarsson