Skip to main content
21. desember 2023

Jóla- og nýárskveðja frá Menntavísindasviði 2023

Jóla- og nýárskveðja frá Menntavísindasviði 2023 - á vefsíðu Háskóla Íslands

Senn líður að því að við kveðjum árið 2023 og heilsum nýju ári. Árið sem er að líða var viðburðaríkt og ef til vill táknrænt að það endi á fjórða eldgosinu á Suðurnesjum. Efst í huga mínum er þakklæti og stolt er litið er yfir árið og hið magnaða starf sem starfsfólk og nemendur Menntavísindasviðs koma að og snerta kennslu, rannsóknir, nýsköpun og þátttöku í fjölbreyttum samfélagsverkefnum á árinu. Starfið einkenndist af framsýni, hugmyndaauðgi og krafti þess góða hóps sérfræðinga og fagfólks sem starfar við Menntavísindasvið. 
Eitt af því sem einkenndi árið á Menntavísindasviði er undirbúningur flutnings sviðsins í Sögu, mikilvægar umræður fóru fram innan deilda, í ýmsum starfshópum og nefndum og á sviðsþingum alls starfsfólks. Magnaðar árangur náðist á sviði menntarannsókna enda varð 26% fjölgun á rannsóknarstigum fræðafólks, ellefu doktorsnemar brautskráðust á árinu, og deildir stóðu fyrir áframhaldandi sókn á sviði mikilvægra rannsókna sem snerta grunnstoðir samfélagsins; nám og kennslu, skóla- og frístundastarf, íþróttir, heilsu og velferð, uppeldi, menntun og jafnrétti.
Framundan á nýju ári 2024 er flutningur Menntavísindasviðs í Sögu sem mun setja svip sinn á starfsárið með tilheyrandi undirbúningi, skapandi úrlausnarefnum og umfangsmiklum breytingum fyrir okkur öll. Með því að stilla saman strengi og sameinast um grunngildi háskólans, sem er akademískt frelsi, jafnrétti og fagmennska þá er ég fullviss um að flutningurinn mun ganga vel og þessi merka bygging taki vel utan um það vandaða og magnaða starf sem fram fer á sviðinu. Ég hlakka til að takast á við það verðuga verkefni með starfsfólki sviðsins með dyggum stuðningi okkar mörgu samstarfsaðila.
Ég óska ykkur notalegra hátíða, gæfu og gleði á nýju ári 2024!
Hátíðarkveðjur,

Kolbrún Þ. Pálsdóttir
Forseti Menntavísindasviðs

Mynd: Kristinn Ingvarsson
Rebekka Blöndal syngur á jólatónleikum á Menntavísindasviði

Fréttir af Menntavísindasviði 2023

Menntakvika 2023

Hin árlega ráðstefna sviðsins, Menntakvika fór fram 28. - 29.september í 27. sinn. Opnunarmálstofan í ár var helguð tengslum menntastefnu og farsældar. Alls voru 225 erindi flutt í 56 málstofum á ráðstefnunni sem fram fór í Stakkahlíð og á Netinu.
Sjá umfjöllun á menntakvika.hi.is 
 

Læsi og lesskilningur
Steinunn Torfadóttir var heiðruð á ráðstefnu um læsi og lestrarkennslu snemma árs, ráðstefna haldin um læsi og lesskilning og pælt var í PISA eftir að niðurstöður PISA 2022 voru kynntar. Sjá fréttir:

Steinunn Torfadóttir heiðruð á ráðstefnu um læsi og lestrarkennslu 
Hvernig ná öll börn árangri í lestrarnámi? - Málþing 

Rýnt dýpra í sláandi niðurstöður PISA 2022 

Nám og kennsla 
Samstarf Menntavísindasviðs og HA, Fagháskólanám í leikskólafræði var sett á laggirnar í byrjun september. Kennarastofan, hlaðvarp og nám og kennslu hófst snemma árs, fræðakonur á sviðinu hófu Erasmus+ verkefni og gæði kennslu í nútíð og framtíð voru til umræðu á ráðstefnu seinni hluta árs. Sjá fréttir:
Fagháskólanám í leikskólafræði – fyrir land allt 
Kennarastofan.is – hlaðvarp um nám og kennslu  
Haflæsi kennt í gegnum leiklist 
Gæði kennslu í nútíð og framtíð 

Gróska í menntun og margbreytleika
Tæplega 900 sóttu ECDV ráðstefnu um heimilisofbeldi í september, David Reimer, prófessor í félagsfræði menntunar við Menntavísindasviðs og Félagsvísindasvið hlaut stóran styrk frá Evrópu til að auka jöfnuð í menntakerfinu. Mikil aðsókn var í þroskaþjálfafræði og félags- tilfinningahæfni í skólastarfi var rædd á málþingi. Sjá fréttir:
Risastyrkur til að auka jöfnuð í menntakerfinu 
Tæplega 900 sóttu ECDV ráðstefnu um heimilisofbeldi í september
Fjölsótt málþing um félags- og tilfinningahæfni í skólastarfi 
Rannsakar leikreglur stefnumótaheims unga fólksins 
Mikil aðsókn í nám í þroskaþjálfafræði 

Fjöltyngi 
Fjöltyngdar fjölskyldur og skólastarf og nýtt kennsluefni í bígerð. Sjá fréttir:

Vel sótt ráðstefna um fjöltyngdar fjölskyldur og skólastarf
Hlutu styrk til að útbúa nýtt kennsluefni í íslensku fyrir fjöltyngda grunnskólanema 
 

Bragðlaukaþjálfun, gæðaviðmið frístundaheimila og netsamskipti rannsökuð 
Fjölbreyttar rannsóknir á sviði heilsueflingar, forvarna, tómstunda- og frístundastarfs eru gerðar á sviðinu. Hér eru fréttir um nokkrar rannsóknir í Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda. Sjá fréttir: 
Vinnur gegn matvendni leikskólabarna með bragðlaukaþjálfun
Hyggst bjóða upp á námskeið og ráðgjöf við matvendni barna 
Marktækt samband milli netsamskipta og þunglyndis- og kvíðaeinkenna hjá stúlkum 
Rannsakar gæðaviðmið frístundaheimila 
 

Fjölbreyttar rannsóknir og viðburðir í íþrótta- og heilsufræðum 
Ný og öflug rannsóknarstofa í íþrótta- og heilsufræði var opnuð 31. október í Laugardal. Fjöldi hagaðila úr íþróttahreyfingunni, háskólasamfélaginu og mennta- og barnamálaráðuneyti var þar samankominn.Erlingur Jóhannesson, prófessor, starfar með stjórnvöldum að eflingu afreksíþrótta. Sjá fréttir:

Ný rannsóknarstofa íþrótta- og heilsufræði opnuð 
Frá Manchester City til Menntavísindasviðs
Mennta- og barnamálaráðherra heimsótti HÍ vegna samstarfs um eflingu afreksíþrótta 

Nýmennt 
Hin nýlega eining MVS stendur fyrir fjölbreyttum verkefnum. Þar á meðal nýsköpunar- og frumkvöðlamennt í grunn- og framhaldsskólum, eflingu STEAM greina á öllum skólastigum, starfsþróun kennara, stjórnenda og annars starfsfólks í skóla- og frístundastarfi, menntatækni og gervigreind í skólastarfi, kennsluþróun á MVS, nýsköpunar- og frumkvöðlastuðningi við kennara og nemendur HÍ auk þess sem þau standa fyrir fjölbreyttri flóru nýsköpunarviðburða, námskeiðum, málstofum og öðrum viðburðum.
Lesa nánar hér 
 

Menntafléttan 
Ný heimasíða Menntafléttu fór í loftið á árinu auk þess sem samstarfssamningur við mennta- barnamálaráðuneyti, Háskólann og Akureyri og Kennarasamband Íslands varðandi áframhaldandi flug Menntafléttu. Nýr vefur Menntafléttu
Menntafléttan – aðgengileg starfsþróun fyrir kennara 

Framúrskarandi lokaverkefni verðlaunuð og styrkir veittir til doktorsnema og rannsakenda í menntavísindum 
Framúrskarandi lokaverkefni verðlaunuð á Menntavísindasviði 
Styrkir til doktorsnema og rannsakenda á Menntavísindasviði 
Styrkir til doktorsnema á Menntavísindasviði 
Styrkur til rannsóknar á einelti, kynþáttahyggju og menningarfordómum
 

Flutningar Menntavísindasviðs í Sögu

Strax á nýju ári hófust vinnusmiðjur sem miðuðu að hönnun Sögu. Í maí voru fyrstu sviðsmyndir að hönnun Sögu kynntar fyrir starfsfólki sviðsins og umræða tekin áfram á sviðsþingi 31. maí. Starfshópar flutnings MVS í Sögu unnu að úthlutun vinnurýma og útfærslu kennslurýma. Stúdentar og gestir háskólans fluttu inn í norðurenda byggingarinnar í apríl og eru framkvæmdir yfirstandandi á flestum hæðum hússins. Á sviðsþingi að hausti var sjónum beint að því hvers konar námssamfélag starfsfólk og nemendur hyggist skapa saman í Sögu. Umræða þingsins fól því m.a. í sér að ræða hvað starfsfólk og nemendur hyggjast taka með sér úr Stakkahlíð yfir í Sögu og hvað það ætlar að skilja eftir; hvort sem er áþreifanlega hluti sem og vinnulag eða venjur.
Sjá fréttir:
Ný Saga – Staða framkvæmda og frétta
Vinnusmiðjur og hönnun Sögu 
Alltaf mikið nám farið fram í Sögu 
Samstarf um Sögu og sviðsmyndir væntanlegar frá Veldhoen 
Stefnt að flutningi í Sögu í ágúst 2024 
Námssamfélag í Sögu – rætt á sviðsþingi 
 

Öflugt samstarf 
Menntavísindasvið á í fjölbreyttu samstarfi við stjórnvöld auk fjölda annarra hagaðila og voru ýmis ný verkefni sett á laggirnar þetta árið.
Gerður var samstarfssamningur um þróun námskeiða um uppeldi barna, undirrituð samstarfsyfirlýsing við Hallormsstaðaskóla um háskólanám í skapandi sjálfbærni m.a. með tengingu við kennaranám í HÍ auk þess sem unnið er að auknu framboði háskólanáms fyrir fólk með þroskahömlun. Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor leiddi vinnu hóps félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins um heildarendurskoðun og stefnumótun á framhaldsfræðslukerfinu. Innan sviðsins er aflað mikilvægra upplýsinga um velferð og líðan barna og ungmenna með íslensku æskulýðsrannsókninni. Menntavísindasvið hefur átt í dýrmætu samstarfi við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar undanfarin ár og hefur Mixtúra tækni- og sköpunarsmiðja skapað fjölmörg ný tækifæri á sviði stafrænnar þróunar í kennslu. Að lokum má geta þess að Kolbrún. Þ Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs var endurráðin til næstu fimm ára. Sjá fréttir: 
Rannsóknir og úttektir vegna stefnumótun um framhaldsfræðslu
Unnið að auknu framboð háskólanáms fyrir fólk með þroskahömlun 
HÍ og Hallormsstaðaskóli hyggja á samstarf um háskólanám í skapandi sjálfbærni
Málstofa og leiðsögn um skólahúsið fagra við Stakkahlíð
Samstarf um þróun námskeiða um uppeldi barna 
Íslenska æskylýðsrannsóknin
Kolbrún endurráðin forseti Menntavísindasviðs
Árangursríkt átak um fjölgun kennara 

Ellefu doktorsnemar við Menntavísindasvið brautskráðir 2023  

Yfir 80 doktorar brautskráðir frá HÍ á síðustu tólf mánuðum

Sjá nánar Fréttir af Menntavísindasviði 2023

Rebekka Blöndal söng á jólaháskólatónleikum í Stakkahlíð 13. desember.