9. ágúst 2021 Jarðvísindi í forgrunni á málþingi á Breiðdalsvík Hlusta Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Breiðdalsvík og Breiðdalssetur ses bjóða til hefðbundins árlegs málþings laugardaginn 21. ágúst næstkomandi í Gamla kaupfélaginu á Breiðdalsvík.Tobias Björn Weisenberger, forstöðumaður rannsóknasetursins, mun opna málþingið kl. 14.00. Fyrsti hluti málþingsins verður helgaður jarðfræðilegri þrenningu Breiðdalsvíkur - Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúruminjasafni Íslands og Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Breiðdalsvík - sem munu kynna starfsemi sína og framtíðarsýn. Í kjölfarið verður röð erinda um jarðfræðileg málefni. Kristján Leósson og Ágúst Guðmundsson munu fjalla um þætti í jarðfræði Austurlands. Amel Barich, jarðfræðingur og verkefnisstjóri hjá GEORG - Geothermal Research Cluster, og Tobias Weisenberger munu veita innsýn í tvö nýleg alþjóðleg rannsóknarverkefni á Íslandi. Nýjar rannsóknir í hugvísindum verða til umfjöllunar hjá Unni Birnu Karlsdóttur og Soffíu Auði Birgisdóttur, sem starfa við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Egilsstöðum og Hornafirði. Aðalfyrirlesarinn verður Þorvaldur Þórðarson, prófessor í bergfræði og eldfjallafræði við Háskóla Íslands, og ber erindi hans titilinn „Gosið í Geldingadölum 2021, framvinda og áhrif“. Dagskrá Dagskrána má sjá hér (pdf) 14:00-14:10: Tobias Björn Weisenberger: Setning málþingsins Jarðfræðiþrenningin á Breiðdalsvik 14:10-14:30: Tobias Björn Weisenberger: Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Breiðdalsvík (á ensku) 14:30-14:45: Robert Askew: Borkjarnasafn Náttúrufræðistofnunar Íslands á Breiðdalsvík (á ensku) 14:45-15:00: Snæbjörn Guðmundsson: STEINARÍKIÐ – miðlun náttúrarfs með sýningahaldi á Breiðdalsvík. Sýn Náttúruminjasafns Íslands Kaffihlé Jarðvísindi 15:30-15:45: Kristján Leósson: Silfurberg - jarðfræði, saga og nýjar vendingar 15:45-16:00: Ágúst Guðmundsson: Þróun landslags á norðan- og austanverðu Íslandi 16:00-16:15: Amel Barich: Útblástur frá virkjun jarðvarma tæklaður með föngun, geymslu og nýtingu kolefnis – GECO-verkefnið (á ensku) 16:15-16:30: Tobias Björn Weisenberger: Rannsóknarboranir á Surtsey (á ensku) Kaffihlé Hugvísindi 17:00-17:15: Unnur Birna Karlsdóttir: Kona á ferð á austuröræfum. Um rannsóknaleiðangra dr. Emmy M. Todtmann norðan Vatnajökuls um miðja 20. öld 17:15-17:30: Soffía Auður Birgisdóttir: Jarðfagurfræði Þórbergs. Um náttúrulýsingar í Suðursveitarbókum Þórbergs Þórðarsonar Aðalfyrirlestur 17:30-17:45: Þorvaldur Þórðarson: Gosið í Geldingadölum 2021, framvinda og áhrif Lokaorð 17:45-18:00: Formaður stjórnar Breiðdalsseturs: Lokaorð Öll hjartanlega velkomin. Aðgangur er ókeypis og léttar veitingar verða á boðstólum í hléum. facebooklinkedintwitter