18. janúar 2024
Jarðvinna við hús Heilbrigðisvísindasviðs í fullum gangi
Undanfarnar vikur hefur verið unnið að greftri lausra jarðlaga fyrir húsi Heilbrigðisvísinda Háskóla Íslands (norðan og austan Læknagarðs). Lausgreftri er nú lokið og undirbúningur fyrir losun klappar er hafinn. Neðsta hæð hússins liggur einni hæð ofar en neðstu hæðir meðferðarkjarna og rannsóknahúss og því verður um talsvert minni berglosun að ræða heldur en í þeim húsum. Berglosun verður framkvæmd með sprengingum og með sama hætti og viðhafður hefur verið í meðferðarkjarna og rannsóknahúsi, þ.e. sprengt verður þrisvar á dag kl. 11:00, 14:30 og 17:30.