Skip to main content
21. mars 2025

Hvert liggur þín leið? – Kynning á framhaldsnámi í HÍ 24.-28. mars

Hvert liggur þín leið? – Kynning á framhaldsnámi í HÍ 24.-28. mars - á vefsíðu Háskóla Íslands

Háskóli Íslands fagnar framhaldsnámsviku dagana 24.-28. mars þar sem boðið verður upp á kynningafundi eða innlit í tíma í Háskóla Íslands í völdum námsleiðum í framhaldsnámi.

Mörg eru eflaust að velta fyrir sér hvað tekur við að loknu grunnnámi í háskóla og svo eru önnur sem langar að setjast aftur á skólabekk. Háskóli Íslands býður yfir 200 leiðir í framhaldsnámi og er stöðugt að þróa námsframboð sitt í þágu samfélagsins. Námsleiðirnar opna fólki leiðina að fjölbreyttum tækifærum í atvinnulífi og samfélagi og frekara námi, bæði á Íslandi og víða um heim.

Framhaldsnám í boði

Á vefsíðu framhaldsnámsvikunnar má finna yfirlit yfir það hvar og hvenær hægt er að kíkja í tíma í framhaldsnámi eða á kynningarfund. Öll áhugasöm eru hvött til að kynna sér dagskrána en breyting getur orðið á henni og kynningum bætt við með litlum fyrirvara.

Umsóknarfrestur um framhaldsnám haustið 2025 er til og með 15. apríl. Hægt að sækja um viðbótarnám á framhaldsstigi, sem leiðir til diplómu, til og með 5. júní.

Nemendur

Háskóli Íslands fagnar framhaldsnámsviku dagana 24.-28. mars þar sem boðið verður upp á kynningafundi eða innlit í tíma í Háskóla Íslands í völdum námsleiðum í framhaldsnámi.