Skip to main content
23. september 2020

Hvenær ber að nota hlífðargrímur?

""

Í framhaldi af tilmælum um notkun á hlífðargrímum er afar eðlilegt að margir spyrji sig hvenær eigi að nota slíkar grímur:

Hlífðargríma er mjög brýn í þeim tilvikum þar sem hætta er á meiri nálægð en tveimur metrum milli manna, t.d. þegar hætta er á að fólk rekist hvert á annað.

Ekki er mjög brýnt að kennari sem er með kynningu/fyrirlestur í verulegri fjarlægð frá hlustendum/nemum noti hlífðargrímu (þetta á sérstaklega við ef kennari hefur af því óþægindi að tjá sig með hlífðargrímuna).

Eðli málsins samkvæmt þarf ekki að hafa á sér hlífðargrímu þegar matast er en koma þarf algerlega í veg fyrir að fólk safnist saman og borði á sama tíma í litlum rýmum. Nauðsynlegt getur verið að skipta fólki, sem nýtir kaffistofur og rými þar sem neytt er matar, í hópa til að fyrirbyggja þetta.

Ekki er brýn nauðsyn að bera hlífðargrímu þegar fólk situr í a.m.k. tveggja metra fjarlægð hvert frá öðru í ágætlega loftræstu rými. Þetta á t.d. við ef starfsfólk í opnu rými þar sem fjarlægð milli fólks er a.m.k. tveir metrar finnur mikil óþægindi af því að vinna með hlífðargrímu. Þá má líta svo á að ekki sé brýn þörf á að nota hlífðargrímu við vinnustöðina.

Hér má sjá leiðbeiningar um rétta notkun hlífðargrímunnar. 
 

Konur með grímur

Mælst er til þess að háskólaborgarar noti hlífðargrímur í starfi sínu þar sem nánd er mikil. MYND/Kristinn Ingvarsson