Hópmeðferðin Sálrækt í boði fyrir stúdenta í vetur

Nemendum við Háskóla Íslands býðst að sækja hópmeðferðina Sálrækt ókeypis í vetur. Umræðum þar er ætlað að hjálpa nemendum að fást við erfiðleika í hversdagslífinu sem geta spannað allt frá málum sem varðar fjölskyldu og skóla til persónulegra mála og samskipta. Veitt er fræðsla og stuðst við viðurkennda hugmyndafræði, hugræna tilfinninga- og atferlismeðferð (e. Rational Emotive Behavior Therapy).
Hópfundir verða haldnir í Huldubergi, sem er stofa í Setbergi, húsi kennslunnar við HÍ. Fundað verður vikulega á fimmtudögum, kl. 14-15.30, og fyrsti fundur á haustönn verður þann 30. september.
Sálfræðiráðgjöf háskólanema hóf að bjóða upp á Sálrækt árið 2018. Leiðbeinandi er dr. Gunnar Hrafn Birgisson, klínískur sálfræðingur.
Áhugasamir sendi póst á hopmedferd@hi.is með nafni og símanúmeri. Athugið að þátttökufjöldi er takmarkaður. Þeir fyrstu sem sækja um komast að fyrstir og af biðlista komast svo aðrir að eftir röð.
Sálfræðiráðgjöf háskólanema býður áfram upp á Sálrækt, hópfundi fyrir nemendur skólans sem vilja bæta andlega heilsu.