Hljóta framgang í starfi
Fjörutíu og þrír akademískir starfsmenn við Háskóla Íslands fengu nýverið framgang í starfi. Starfsmennirnir koma af öllum fimm fræðasviðum skólans og gengust undir ítarlegt faglegt mat á vegum dóm- og framgangsnefnda fræðasviðanna og forseta þeirra áður en framgangur var veittur.
Háskóli Íslands auglýsir árlega eftir umsóknum um framgang og er hann jafnan veittur einu sinni á ári, þ.e. í lok skólaárs. Mat á umsóknum er í höndum sérstakrar framgangsnefndar en hún leitar álits hjá dóm- og framgangsnefndum hvers fræðasviðs. Í framhaldinu ákveður rektor á grundvelli fyrirliggjandi dómnefndarálita og afgreiðslu framgangsnefndar hverjum skuli veita framgang.
Að þessu sinni fengu eftirtaldir starfsmenn framgang:
Félagsvísindasvið
Ása Ólafsdóttir í starf prófessors við Lagadeild | |
Erla S. Kristjánsdóttir í starf dósents við Viðskiptafræðideild | |
Eva Marín Hlynsdóttir í starf dósents við Stjórnmálafræðideild | |
Kristinn Helgi Magnússon Schram í starf dósents við Félags- og mannvísindadeild | |
Lára Jóhannsdóttir í starf prófessors við Viðskiptafræðideild | |
Maximilian Conrad í starf prófessors við Stjórnmálafræðideild | |
Steinunn Hrafnsdóttir í starf prófessors við Félagsráðgjafardeild | |
Thamar Melanie Heijstra í starf dósents við Félags- og mannvísindadeild |
Heilbrigðisvísindasvið
Anestis Divanoglou í starf dósents við Læknadeild | |
Guðmundur Ágúst Skarphéðinsson í starf dósents við Sálfræðideild | |
Margrét Þorsteinsdóttir í starf prófessors við Lyfjafræðideild | |
María Guðjónsdóttir í starf prófessors við Matvæla- og næringarfræðideild | |
Martha Ásdís Hjálmarsdóttir í starf dósents við Læknadeild | |
Ólöf Ásta Ólafsdóttir í starf prófessors við Hjúkrunarfræðideild | |
Óttar Rolfsson í starf prófessors við Læknadeild | |
Sigríður Zoega í starf dósents við Hjúkrunarfræðideild | |
Sigrún Helga Lund í starf prófessors við Læknadeild | |
Zuilma Gabríela Sigurðardóttir í starf prófessors við Sálfræðideild | |
Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir í starf dósents við Hjúkrunarfræðideild |
Hugvísindasvið
Erla Hulda Halldórsdóttir í starf dósents við Sagnfræði- og heimspekideild | |
Viðar Pálsson í starf dósents við Sagnfræði- og heimspekideild |
Menntavísindasvið
Anna Kristín Sigurðardóttir í starf prófessors | |
Anna-Lind Pétursdóttir í starf prófessors | |
Arna Hólmfríður Jónsdóttir í starf dósents | |
Ásgrímur Angantýsson í starf prófessors | |
Elsa Eiríksdóttir í starf dósents | |
Hrönn Pálmadóttir í starf dósents | |
Jón Ingvar Kjaran í starf dósents | |
Karen Rut Gísladóttir í starf dósents | |
Kristín Björnsdóttir í starf prófessors | |
Kristín Karlsdóttir í starf dósents | |
Steinunn Helga Lárusdóttir í starf prófessors |
Verkfræði- og náttúruvísindasvið
Arnar Pálsson í starf prófessors við Líf- og umhverfisvísindadeild | |
Christiaan Richter í starf prófessors við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild | |
Egill Erlendsson í starf prófessors við Líf- og umhverfisvísindadeild | |
Esa Olavi Hyytiä í starf prófessors við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild | |
Guðmundur Valur Oddsson í starf prófessors við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild | |
Gunnar Þór Hallgrímsson í starf prófessors við Líf- og umhverfisvísindadeild | |
Halldór Geirsson í starf dósents við Jarðvísindadeild | |
Krishna Kumar Damodaran í starf prófessors við Raunvísindadeild | |
Sigríður G. Suman í starf prófessors við Raunvísindadeild | |
Sigrún Nanna Karlsdóttir í starf prófessors við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild | |
Snædís Björnsdóttir í starf dósents við Líf- og umhverfisvísindadeild |
Háskóli Íslands færir öllu þessu fólki hamingjuóskir með framganginn.