Heilbrigðisvísindin í Grósku á Háskóladeginum
Laugardaginn 2. mars milli kl. 12 og 15 verður Háskóladagurinn haldinn í völdum byggingum á svæði Háskóla Íslands. Þar verður fjölbreytt starf skólans kynnt en í HÍ eru um 400 námsleiðir í boði. Auk þess verður vakin athygli á þeirri þjónustu sem stúdentum í námi við Háskóla Íslands stendur til boða.
Rétt er að vekja athygli á því að allar sex deildir Heilbrigðisvísindasviðs munu kynna sínar námsleiðir í Grósku (fyrir aftan Öskju og við hliðina á Íslenskri erfðagreiningu). Við hvetjum áhugasama nemendur og aðra að kíkja á okkur á laugardaginn.
Hægt er að sjá kort af háskólasvæðinu og leita að einstökum námsleiðum í leitarvél á vef HÍ.
Þessar 13 námsleiðir verða með bása á svæði Heilbrigðisvísindasviðs:
Hjúkrunar- og ljósmóðurfræði
Læknisfræði
Sjúkraþjálfun
Lífeindafræði
Geislafræði
Heilbrigðisgagnafræði
Talmeinafræði
Tannlæknisfræði
Tannsmíði
Sálfræði
Lyfjafræði
Matvælafræði
Næringarfræði
Háskóli Íslands býður öllum áhugasömum að heimsækja háskólasvæðið á Háskóladaginn 2024 sem fram fer 2. mars milli klukkan 12 og 15. Þar verður hægt að kynna sér yfir 400 námsleiðir í grunn- og framhaldsnámi sem í boði eru innan háskólans.