Háskólinn í Frönsku Gvæjana - Nýr samstarfsskóli
Háskóli Íslands hefur undirritað samstarfssamning um stúdentaskipti við University of French Guiana. Franska Gvæjana er land á norðausturströnd Suður-Ameríku, með landamæri að Brasilíu og Súrínam. Landið telst til Frakklands og er hluti af Evrópusambandinu. Það er því hægt er að sækja um Erasmus+ styrk fyrir dvölinni.
Háskólinn í Frönsku Gvæjana var stofnaður árið 2015, og leggur áherslu á námsgreinar sem tengjast landinu, s.s. líffræðilegan fjölbreytileika, ferðamálafræði, náttúruauðlindir, fjöltyngi o.fl.
Nemendur HÍ geta sótt um að fara í skiptinám þangað í flestum námsgreinum frá haustmisseri 2019. Skólinn kennir aðallega á frönsku en býður upp á áfanga á ensku m.a. í ferðamálafræði, samfélagsfræði, vistfræði regnskóga og viðskiptafræði.