Guðbjörg í stjórn Alþjóðlegu náms- og starfsráðgjafarsamtakanna

Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, prófessor í náms- og starfsráðgjöf og deildarforseti Félags- og mannvísindadeildar, var nýverið kjörin fulltrúi Norðurlanda í stjórn Alþjóðlegu náms- og starfsráðgjafarsamtakanna. Kjörið fór fram á fundi Norrænu náms- og starfsráðgjafarsamtakanna (Nordiska förbundet för studie- och yrkesvägledning) sem fór fram í Reykjavík í byrjun nóvember (sjá mynd).
Alþjóðlegu náms- og starfsráðgjafarsamtökin (International Association for Educational and Vocational Guidance) voru stofnuð árið 1951. Í samtökunum eru nú um 25 þúsund félagar frá fimmtíu löndum í sex heimsálfum. Guðbjörg hefur störf í stjórninni í október 2018.
Markmið samtakanna er að tryggja aðgengi almennings að faglegri náms- og starfsráðgjöf, vinna að jafnstöðu gagnvart menntun og störfum, móta stefnu sem tryggir gæði þjónustunnar, efla menntun náms- og starfsráðgjafa, bæta aðferðir í ráðgjöf og rannsóknir á sviðinu og kynna siðareglur samtakanna. Sjá nánar á IAEVG.com
Í október var Guðbjörg kjörin stjórnarmaður í European Society of Vocational Design and Career Counseling. Meginmarkmið þeirra samtaka er að efla rannsóknarstarf og doktorsnám í faginu í háskólum Evrópu.
Á myndinni eru auk Guðbjargar stjórnarmenn og skipuleggjendur NFSY fundarins þau Margrét Björk Arnardóttir, Elísabet Pétursdóttir, Peter Edelsköld, Hans Kankkonen, Betty Gunn Rui, Merethe Solberg Aasen, Karin Aspund, Ingbritt Eriksson, Gitte Pasgaard Dybdal, Benny Wielandt, Ingibjörg Bragadóttir, Ásthildur Guðlaugsdóttir, Dagný Broddadóttir og Ketill Jósefsson.