Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra 2022
Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands verður haldinn miðvikudaginn 23. mars nk. Að þessu sinni er Rannsóknasetrið á Hornafirði gestgjafi ársfundarins, sem jafnframt er 20 ára afmælismálþings setursins, en það fagnaði 20 ára starfsafmæli í nóvember sl. Þá leyfðu aðstæður í samfélaginu ekki hátíðahöld, og því verða nú slegnar tvær flugur í einu högg og boiðið upp á fjölbreytta dagskrá sem veitir gott yfirlit yfir þá fjölbreyttu starfsemi sem stunduð er við rannsóknasetur Háskóla Íslands, auk þess sem sjónum verður beint sérstaklega að starfseminni á Hornafirði í fortíð, samtíð og framtíð.
Þingið veður haldið í fyrirlestrasal Nýheima, Litlubrú 2, á Höfn og verður einnig aðgengilegt í beinu streymi á slóðinni https://livestream.com/hi/arsfundurrannsoknasetrahi2022.
Dagskrá
13:00-13.02 Soffía Auður Birgisdóttir, fræðimaður við Rannsóknasetur HÍ á Hornafirði býður gesti velkomna
13:02-13:11 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
Opnunarávarp
13:11-13:20 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar
Ávarp ráðherra
13:20-13:40 Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Hornafirði
Fyrirlestur um sjónrænar jöklarannsóknir
13:40-14:00 Filipa Samarra, sérfræðingur við Stofnun rannsóknasetra HÍ, Vestmannaeyjum
Fyrirlestur um sjónrænar hvalarannsóknir
14:00-14:20 Jón Einar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Snæfellsnesi
Fyrirlestur um sjónrænar fuglarannsóknir
Kaffihlé 14:20-14:40
14:40-14:50 Aldís Erla Pálsdóttir, doktorsnemi við Rannsóknasetur HÍ á Suðurlandi.
Kynning á doktorsverkefni
14:50-15:00 Maite Cerezo Araujo, doktorsnemi við Rannsóknasetur HÍ á Suðurlandi.
Kynning á doktorsverkefni
15:00-15:20 Jón Jónsson, þjóðfræðingur við Rannsóknasetur HÍ á Ströndum
Óáþreifanlegar sögur og menningararfur í landslaginu.
15:20-15:30 Sæunn Stefánsdóttir, forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra HÍ
Stefna Háskóla Íslands – HÍ og rannsóknasetrin
15:30-16:00 Pallborðsumræður með þátttöku Matthildar Ásmundardóttur bæjarstjóra, Eyjólfs Guðmundssonar skólameistara FAS, Rannveigar Ólafsdóttur prófessors í ferðamálafræði við HÍ og Guðmundar Hálfdanarsonar prófessors í sagnfræði við HÍ og formanns ráðgefandi nefndar Stofnunar rannsóknasetra HÍ.
Fundarstjóri er Soffía Auður Birgisdóttir, fræðimaður við Rannsóknasetur HÍ á Hornafirði.