Skip to main content
13. júní 2024

602 nemendur útskrifast af Heilbrigðisvísindasviði á laugardag

602 nemendur útskrifast af Heilbrigðisvísindasviði á laugardag - á vefsíðu Háskóla Íslands

Brautskráning kandídata í grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal laugardaginn 15. júní.

Að þessu sinni brautskráir Háskóli Íslands 2.652 nemendur. Frá Heilbrigðisvísindasviði útskrifast 602 úr grunn- og framhaldsnámi og skipist fjöldinn þannig eftir deildum:

•    Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild 134
•    Lyfjafræðideild 41
•    Læknadeild 267 
•    Matvæla- og næringarfræðideild 39
•    Sálfræðideild 106
•    Tannlæknadeild 15

Brautskráningunni verður skipt í tvær athafnir og er hún opin bæði brautskráningarkandídötum og gestum þeirra.
Fyrri athöfnin hefst kl. 10 en þá taka nemendur í grunn- og framhaldsnámi við Félagsvísindasvið, Heilbrigðisvísindasvið og Hugvísindasvið við prófskírteinum.
Sú síðari hefst kl. 13.30 en þá taka nemendur í grunn- og framhaldsnámi við Menntavísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið við skírteinum sínum.
Kandídatar eru beðnir um að mæta eigi síðar en 30 mínútum fyrir athöfn. Hver kandídat má taka með sér tvo gesti.
Athugið að með því að taka þátt í brautskráningarathöfn skuldbinda kandídatar sig til að yfirgefa ekki salinn fyrr en að athöfn lokinni.

Háskóli Íslands brautskráði 423 kandídata í febrúar síðastliðnum og því hafa alls 3.075 útskrifast frá skólanum það sem af er ári.

602 nemendur útskrifast af Heilbrigðisvísindasviði á laugardag.