Skip to main content

Viðskiptafræði

Viðskiptafræði

Félagsvísindasvið

Viðskiptafræði

MS – 120 einingar

Meistaranám í viðskiptafræði byggir á þverskurði af viðskiptafræðunum með það að markmiði að gefa nemendum heildstæða þekkingu sem nýtist vel í atvinnulífinu sem og við rannsóknir á starfsemi fyrirtækja í heild sinni.

Skipulag náms

X

Eigindleg aðferðafræði (VIÐ184F)

Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum yfirsýn yfir eigindlegar aðferðir, sem notaðar eru til að safna og greina gögn um einstaklinga og skipulagsheildir. Nemendur munu fá þjálfun í að skilgreininga vandamál og semja rannsóknarspurningu. Þá munu nemendur skipuleggja og framkvæma gagnasöfnun, úrvinnslu gagna og greina frá niðurstöðum skriflega. Nemendur munu kynnast veikum og sterkum hliðum  mismunandi aðferða innan eigindlegra rannsóknaraðferða, þannig að þeir geti valið þá aðferð, sem best hentar til að leysa tiltekið vandamál.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Jana Katrín Knútsdóttir,  sölu- og markaðsstjóri Icepharma
Vilborg Einarsdóttir, meðstofnandi Mentors ehf.
Jana Katrín Knútsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Icepharma
MS í stjórnun og stefnumótun

Það voru nokkrar ástæður fyrir því að ég valdi meistaranám við Háskóla Íslands. Í fyrsta lagi er nám úr HÍ mikils metið á vinnumarkaði.  Námsleiðirnar sem eru í boði eru fjölbreyttar og áhugaverðar og höfðuðu til mín. Svo er Háskóli Íslands ríkisrekinn og námið er tiltölulega ódýrt. Kennslan var bæði fjölbreytt og skemmtileg, hún krafðist undirbúnings og þátttöku í tímum og það voru farnar nýjar leiðir í kennslunni til að höfða til sem flestra. Það komu oft gestafyrirlesarar til okkar út atvinnulífinu og sögðu okkur sína sögu og svo vorum við líka hvött til þess að fara út í atvinnulífið í verkefnavinnunni, út á vinnumarkaðinn og inn í fyrirtæki. Námið nýtist mér mjög vel í starfi í dag, ég fékk vinnu hjá draumafyrirtækinu mínu. Hér gegni ég stöðu sölu- og markaðsstjóra á heilbrigðissviði og viðskiptafræðimenntun mín og grunnmenntun í hjúkrunarfræði nýtast mér mjög vel.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Viðskiptafræðideild á samfélagsmiðlum

 Instagram    Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.