Skip to main content

Farsæld barna, áföll og samþætt þjónusta - Lokapróf á meistarastigi

Farsæld barna, áföll og samþætt þjónusta - Lokapróf á meistarastigi

Félagsvísindasvið

Farsæld barna, áföll og samþætt þjónusta

Lokapróf á meistarastigi – 60 einingar

Markmið námsleiðarinnar er að koma til móts við ákall fagfólks á vettvangi fyrir meiri fræðslu á sviði áfalla barna og möguleg úrræði þeim til handa. Viðfangsefnið er áföll barna, birtingarmyndir áfalla, mögulegar afleiðingar og leiðir til að mæta þörfum barna sem orðið hafa fyrir áföllum. Fjarnám með vinnu.

Skipulag náms

X

Áföll barna og viðbragðsáætlanir skóla (FRG244F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þekkingu á starfsaðferðum í áfallamiðaðri nálgun og þeim breytingum sem þurfa að eiga sér stað í skólum við innleiðingu og framkvæmd slíkrar nálgunar. Jafnframt verður lögð áhersla á að kynna helstu þætti sem þurfa að vera til staðar til að tryggja að skólinn geti mætt þörfum barna sem glíma við afleiðingar áfalla. Auk þess verður umfjöllun um samstarf foreldra og skóla út frá áherslum um samþætta þjónustu. Kynnt verða ýmis úrræði og mögulegt samstarf við aðrar stofnanir sem þjóna börnum og fjölskyldum í kjölfar áfalla. Þá verður áhersla lögð á að undirbúa nemendur undir samvinnu ólíkra faghópa við uppbyggingu og þróun forvarna í tengslum við áfallamiðaða nálgun í skólum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Félagsráðgjafardeild á samfélagsmiðlum

 Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.