Vísindi á vordögum

Hilton Nordica
Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og Landspítali hafa ákveðið að halda sameiginlega vísindaráðstefnu í apríl 2026.
Ráðstefnan er opin öllum sem hafa áhuga á líf- og heilbrigðisvísindum og er þátttakendum og öðrum áhugasömum að kostnaðarlausu.
Ráðstefnan er vettvangur fyrir virkt samtal við samfélagið utan veggja háskólanna og veitir fræðafólki, sérfræðingum og öðrum tækifæri til að deila þekkingu, læra hvert af öðru, efla fagleg tengsl og samstarf á sviði líf- og heilbrigisvísinda.
Á dagskrá eru kynningar á öllu því nýjasta í líf- og heilbrigðisvísindum á Íslandi. Fjallað verður um spennandi rannsóknir af mörgum fræðasviðum. Dagskrá verður auglýst fljótlega
Dagskrá og skráning opnar fljótlega á heimasíðu ráðstefnunnar, visindiavordogum.is
Boðið er upp á opna fyrirlestra fyrir almenning í hádeginu báða daga. Dagskrá og skráning opnar fljótlega á heimasíðu ráðstefnunnar, visindiavordogum.is
