Skip to main content

Vinnukonurnar - opnun sýningar á verkum Dieter Roth og Magnúsar Pálssonar

Vinnukonurnar - opnun sýningar á verkum Dieter Roth og Magnúsar Pálssonar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
1. maí 2025 13:00 til 17:00
Hvar 

Loftskeytastöðin við Suðurgötu

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þann 1. maí klukkan 13.00 munu Loftskeytastöðin og Leikminjasafn Íslands leiða saman hesta sína og opna sýningu á jarðhæð Loftskeytastöðvarinnar á verkum Dieter Roth og Magnúsar Pálssonar.

Verkin unnu þeir félagar fyrir leikhópinn Grímuna þegar þau settu upp sýninguna Vinnukonurnar eftir Jean Genet árið 1963. Hér er um að ræða veggspjöld og logo sem þeir hönnuðu í sameinungu en einnig verða til sýnis vinnu-handrit, ljósmyndir frá uppfærslunni og meira að segja bókhald sýningarinnar í heild sinni.

Síðar þann sama dag kl. 16.00 munu leikkonurnar Brynhildur Guðjónsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir hefja leiklestur úr verkinu og munu Sigríður Jónsdóttir frá Leikminjasafninu, Ásdís Rósa Magnúsdóttir og Guðrún Kristinsdóttir, tveir af þremur ritsjórum bókarinnar Frönsk framúrstefna, einnig taka til máls og ræða um verkið og tilurð bókarinnar.

Bókin Frönsk Framúrstefna, Sartre, Genet, Tardieu kom út þann 15. apríl, á afmælisdegi Vigdísar Finnbogadóttur. Í henni er að finna þýðingar Vigdísar á verkunum Læstar dyr, Vinnukonurnar og Upplýsingaskrifstofan í heild sinni ásamt miklum fróðleik um stefnuna. Vigdís Finnbogadóttir var einn af stofnendum leikhópsins Grímu þar sem hún þýddi verkin frá frönsku yfir á íslensku og sá um kynningar mál ásamt mörgu öðru, eins og gengur og gerist í leikhúsinu.

Við bjóðum öllum áhugasömum að koma og njóta leiklestursins og verka félaganna Dieters og Magnúsar í Loftskeytastöðinni.

Aðgangur er ókeypis.

Þann 1. maí klukkan 13.00 munu Loftskeytastöðin og Leikminjasafn Íslands leiða saman hesta sína og opna sýningu á jarðhæð Loftskeytastöðvarinnar á verkum Dieter Roth og Magnúsar Pálssonar.

Vinnukonurnar - opnun sýningar á verkum Dieter Roth og Magnúsar Pálssonar