Verslun Gísla Símonarsonar á Skagaströnd og viðskipti hans við bændur 1840–1850

Árnagarður
Stofa 304
Jón Torfason, fyrrverandi skjalavörður, heldur erindi í málstofu í félags- og hagsögu sem nefnist: „Verslun Gísla Símonarsonar á Skagaströnd og viðskipti hans við bændur 1840–1850“.
Málstofan verður í stofu 304 í Árnagarði, þriðjudaginn 29. apríl kl. 16:00-17:00. Verið öll velkomin.
Um erindið: Gísli Símonarson rak verslun á Skagaströnd frá 1825 til dauðadags 1838, í samvinnu við Sören Jakobsen í Kaupmannahöfn. Á Þjóðskjalasafni eru varðveittar nokkrar bækur frá verslun hans, einkum frá árunum 1833–1836. Þorri fólks í Húnavatnssýslu skipti við verslunina og má í bókunum fræðast um þau viðskipti, bæði um innlegg bændanna, sem var einkum ull og tólg, og úttektina sem var bæði nauðsynjavörur eins og korn og járn en líka „munaðarvarningur“ eins og sykur, brennivín, klútar og silki. Bækurnar bregða nokkru ljósi yfir stéttaskiptingu í samfélaginu og misskiptingu auðs.
Jón Torfason er fyrrverandi skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands og hefur undanfarin ár rannsakað sögu Húnaþings á fyrri hluta 19. aldar.
Jón Torfason, fyrrverandi skjalavörður.
